eSports.is Prófíll : Team WanteD / Alkinn Ég náði Alkanum þarsem hann var að sötra sinn ellefta bjór á ölkelduhúsi í borg óttans og spurði hann spjörunum úr, hér er ávöxtur þess.

Team WanteD

Meðlimir:
-Alkinn
Drengurinn hefur verið í nokkrum klönum í gegnum tíðina t.d []UN[] og Ice en þið fræðist meira um hann hérna í viðtalinu.
-Axel
Hann stofnaði wM á sínum tíma en fór þaðan í Asna og er nú í WanteD. Lunkinn spilari sem kemur á óvart.
-Trasgress
Trasgress hefur verið í ótal klönum, nsp og LegioN og oft hefur verið ýjað að hann sé ekki allur þarsem hann er séður og hefur haft á sér smá “.cfg” orð, en hann á þó að baki mjög góða skjálfta.
-Sinister
Næst mesti old schooler þessa clans, en Sinister varð fyrst þekktur þegar hann spilaði með eldri útgáfunni af -Dc- með frægum köppum eins og sPiKe og fleirum, sterkur spilari sem vinnur sér inn aukapening með módelstarfi.
-MooN
Fyrrverandi klön þessa drengs er ekki hægt að telja á fingrum beggja handa en hann virðist hafa fundið sér heimili í WanteD núna og styrkir liðið mjög enda upprennandi töframaður þar á ferð.
-Preacher
Ellismellur liðsins en Preacher hefur haft viðkomu á ýmsum stöðum og þá helst IRA, NeF og MurK.
Hann er góður spilari sem er með mikla reynslu á loðnum herðum og styrkir þetta annars unga lið WanteD með mikilli þekkingu og einnig leynir hann á sér sem spilari.



Saga WanteD:
WanteD var stofnað fyrir rúmlega 3 mánuðum og var aðalmaðurinn bakvið það iNFamous.
Hann fékk með sér Alkann, Axel, Trasgress, OmegaDeus og confuse og saman settu þeir WanteD á laggirnar en seinna meir tóku þeir inn MooN,Sinister og Preacher en losuðu sig við OmegaDeus. Stuttu fyrir Skjálfta 4|2003 fór aðal stofnandi liðsins iNFamous í CS pásu og hætti í liðinu en eftirsitjandi meðlimir létu það ekki á sig fá og fóru ótrauðir á Skjálfta með eftirfarandi leikmenn:
Alkinn , Axel , Trasgress , confuse og MooN.

Þetta lið kom heldur betur á óvart á Skjálfta og sló Skjálftameistarana Ice í Losers bracket



Viðtal við Alkinn is WanteD

-Viltu vera svo vænn að segja lesendum frá þér?

Ég heiti Arnar er 21 og er frá afdala sveitabænum Vogum

-Hvað er uppáhalds byssan þín og hvaða upplausn, Músamottu, Mús , sensitivity og headphone notar þú ?

awp/ak - 800*600. Ég not ms3.0 á afskaplega slappri icemat. Nota 1.2 í sens og notast við sennheiser 590 til að spotta fólk

-Hvernig tölvu ertu á?

ég notast við amd 2500+ örra á vel nettu msi móbó man ekki alveg stattana á því. Notast við onboard hljóðkort sem hefur skilað mér ágætu spotti hingað til og öllu þessu drasli er haldið saman af Xaser2 kassa

-Hvernig lítur venjulegur dagur út hjá þér ? hvað eyðiru mörgum tímum í CS ?

Fer allt eftir hvort ég sé að vinna , eða hvaða tíma dags ég er að vinna á , en ég reyni alltaf að stefna á svona minnst 3 scrimm á dag ef ég hef tíma til þess


-Hvað finnst þér um nýju byssurnar og skjöldinn í 1.6 ?

Finnst nýju byssurnar ágætis ábót , þótt ég notist nú ekkert við þær en þessi skjöldur en mesti sori sem sést hefur í cs.

-Hvernig líst þér á fyrirhugaðar breytingar á Counter-Strike í næsta Steam update, þarsem að á að breyta peningakerfinu þannig að terroristar græða minna á því að kampa ?

Finnst það rétt að breyta þessu, meina hvernig þetta er í dag þá er ct-unum refsað fyrir að leyfa þeim að campa út roundið jafnvel þó þeir hafi verndað bomsætin. Ég er alveg hlynntur þessum breytingum

-Hversu mikið æfðuð þið ykkur fyrir skjálfta, og hversu mikið spilið þið saman svona dags daglega?

Við tókum okkur til og fórum í bunker fyrir skjálfta til að reyna að ná að spila eitthvað saman fyrir skjálfta. Það tókst nú reyndar ekki vel þar sem ég held að við höfum spilað 4 eða 5 scrimm saman á þeirri viku sem við vorum þarna þannig að við spiluðum mjög svo lítið saman fyrir skjálfta. Við erum að ná að spila svona 2-3 scrimm á dag saman núna,sem hefði verði fínt fyrir skjálfta líka.

-Hvernig tilfinning var það að vinna skjálfta meistarana Ice á síðastliðnum Skjálfta og ná að komast í úrslit á fyrsta skjálfta liðsins ?

Það var náttlega bara frábært að ná að vinna þá í finals í wb. Vorum komnir á þann stað sem við stefndum á fyrir þann leik , 3.sætið og vorum tiltörulega sáttur með það. Svo þegar við unnum leikinn þá vorum við náttúrulega bara ánægðari því við vorum komnir lengra en við settum okkur í upphafi

-Hvað er næst á döfinni og hverjar eru framtíðar áætlanir hjá Wanted ?

Næst hjá okkur er bara að halda áfram að spila saman og stefna á næsta skjálfta og ætlum við að reyna að halda okkur í top liðunum hér á klakanum.

-Ef þú værir fastur á eyðieyju með hvaða manneskju og hvaða 2 hluti myndiru helst vilja vera með?

Ég myndi taka axel með mér og 2 króka. Því ef mér myndi leiðast þá gæti ég alltaf fest krókana í axel og farið í dvergakast.

-Einhver lokaorð ?

Var víst búinn að lofa að þakka mömmu og pabbi fyrir að hafa gefið mér sincler tölvu á sínum tíma sem leiddi mig í þessa átt og líka að þakka guði fyrir að hafa ekkert annað að gera í vogunum en að spila cs. Svo er axel líka búinn að koma mér á óvart með því að sína mér að litla fólkið getur líka shizzle the nizzle þegar það þarf. Axel , nettur á lausu :D