Ég ákvað að skrifa hérna smá, þar sem það var verið að tala um FF (vandamál?) hjá DoD mönnum.

Síðastliðið laugardagskvöld tóku nokkrir af gamla TFC skólanum (og 2-3 nýjir TFC-arar líka reyndar) sig til og tóku rúmlega klukkutíma spilun á Fortress-E servernum.
Tilefnið var það að þeir sem hafa verið að grufla í þessu öll þessi ár hafa flest allir haldið hópinn með því að hittast ca. 2svar á ári á einhverju veitingahúsi og fá sér snarl og “nokkra” öl ;) .. Og núna var þetta semsagt planað kvöld “as usual” nema þetta með spilunina á undan var frekar sérstakt.

Þetta var í fáum orðum einhver sá allra skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað þarna í langan tíma, og það má auðvitað þakka fagmannlegri spilamennsku, aga (sem BTW skortir sjaldan eða aldrei hjá okkur gömlu köllunum) og auðvitað líka því að þarna voru á ferð margir af bestu TFC spilurum landsins fyrr og síðar, þó það hafi verið “frekar” illa mætt (gengur bara betur næst guys!).

En svo ég fari að koma mér að efninu, þá var sett “FF on” þarna á meðan við vorum að spila þarna, og LOKSINS fékk maður að taka upp vandvirknina sem maður lærði að temja sér á fyrstu árum spilamennskunnar á gömlu [gRiD] serverunum.
Ekki er hægt að segja að menn hafi lent í teljandi vandræðum út af þessu, sem er kannski ekki alveg að marka miðað við mannskapinn sem var inná. Vörnin var því sem næst laus við TK´s, en ég tók eftir því að sóknin var stundum að hreinsa sig út á krítískum augnablikum, sem gerði okkur í varnarliðinu bara stórgreiða ;).

FF gerir leikinn mikið skemmtilegri en virkar illa á agalausum server eins og “E” er lang oftast, og til þess að “FF on”virki þarf að spila leikinn eins og honum var ætlað í upphafi og ENNÞÁ ætlað reyndar. Það skiptir EKKERT neinu máli nema flaggið! Atriði sem ég hef reyndar marg talað hérna á þessum vettvangi, en þannig vinnast leikir eða tapast, EKKERT annað á að skipta máli.
Ekki svo sjaldan er flissað að mér á servernum þegar ég er búinn að vera að berjast við einhvern “strump” og sný mér þá bara að næsta vegg og freta einni til tveim “rocket” til að kála mér. Afhverju spyrjið þið ykkur kannski. Jú jú, það er hreinlega bara laaaaang styðsta leiðinn inní respawn og í fulla heilsu aftur til að takast á við næstu sókn. ;)


Þá kem ég kannski að öðru….
Ástæða þess að við viljum oft(ast) spila O vs D þarna inn, er einmitt sú að við erum reyna að fá alvöru sóknir og að sama skapi fá sterka vörn á móti. En ég væri alveg til í að hafa það í svona “óskrifaðri” reglu að þegar það eru komnir amk. 7 vs 7 (eða 8 vs 8) á serverinn þá mætti fara að spila “opinn leik” aftur. Menn verða þá bara að átta sig á því að það geta ekki allir verið í sókn eða allir í vörn í hvoru liðinu fyrir sig, og þá ef menn kalla á hjálp í vörn, þá ætti ekki að vera mikið mál að skipta um class og bakka í smá tíma.

Svo að lokum.. Þá mæli ég sterklega með því að menn fari eftir því sem beðið er um á servernum og hlýði beiðnum um breytingar á hegðun, en agabrot og hegðunarvandamál verða ekki liðin, það erum við sem hafa rcon sammála um.
Og hvernig sem “FF” verður stillt upp þarna á Fortress-E á næstunni þá verða menn líka að venja sig á að vera ekki að skjóta á liðsfélagana (spycheck er ALLS EKKI afsökun!!)

Með Kveðju .. SMOOOTH