Varðandi grein: http://www.hugi.is/hl/greinar.php?grein_id=53763

Ég vil tilkynna það að núna er hægt að bjóða sig fram í að gerast hershöfðingi í “Hið íslenzka Battle for Europe”.

Svo að sumir fari ekki að gera sér gott til glóðanna, þá vil ég lýsa frá því hvaða hlutverki hershöfðingjarnir gegna.

Einn hershöfðingi er yfir sitthvoru liðinu. Á milli leikja hafa þeir yfirumsjón með öllum undirbúningi liðs síns. Þeir sjá til þess að allir undirmenn séu skipaðir í réttar stöður og hlutverk. Auk þess sjá þeir um helstu strategíuna og slíkt.

Í bardögunum sjálfum sjá Hershöfðingjarnir til þess að liðsheildin sé að virka eins og hún á að gera. Þeir sjá til þess að allir séu á sínum stöðum, og að leikmenn mæti á réttum tíma.

Hershöfðingjarnir gegna einnig mikilvægu hlutverki í undirbúningsferlinum. Þeir hjálpa til við að vinna að leikreglum, auk þess að ráða inn leikmenn. Þeir segja til um hluti eins og t.d. árásarleiðir inn í löndin, og eru vígvellir hannaðir með slíkt í huga. Einnig koma þeir með athugasemdir varðandi game balance og slíkt.

Og nú er bara málið að þeir sem hafi áhuga bjóði sig fram ;) Nánari upplýsingar fást á rásinni #se.is (SE = Stríðið Endurlifað :)<br><br>- Requiem