Jæja,

Eins og fólk sem stundar þennan kork frekar mikið, þá hefur það séð mig vera að veina yfir því að skjákortið mitt sé ekki að virka vel.

Allir sérfræðginar, og allir korkameðlimir voru búnir að detta marga hluti í hug. Vinnsluminni, harður-diskur, módem ?

Svo fór ég á irkið og talaði við hann OrkO a.k.a. Ork0 [núll].
Hann sagðist hafa lent í sama vandamáli og að ég ætti að updeita biosinn minn. Svo ég ákvað að gera það, en var ekki ráðlagt að gera það ef ég kynni það ekki. Svoleiðis að [.Love.]YourOldBuddy bauðst til að hjálpa mér :] En í hvert sinn sem hann sagði mér að hringja í sig þá svaraði hann aldrei í símann !?! :]

Svo bóndafíflið ákvað að fara eftir leiðbeiningum, en þar sem hann var með Windows ME þá þurfti hann að starta upp tölvunni með startup diskettu, hann gerði það en í hvert sinn sem hann ætlaði að flasha og installa, þá fraus allt ?!? :[

Þá fór ég á irkið og hitti þar Blammo, hann sagði mér að eyða config.sys - því að awdflash var ekkert að fýla að hafa nein exe skjöl eða álíka í gangi!

Svo ég gerði þetta, þá updeitaði ég allt og blablabla! En nei þá frýs hún þegar þetta er búið, og tölvan crashar og móðurborðið ónýtt? Afhverju vegna þess að Blammo gleymdi að segja mér að dílíta god damn Autobat.exe fælnum AARG! Er samt ekkert að kenna þér um Blammo, þú lærir af reynslunni :þ

Svo ég stekk með tölvuna í viðgerð, og gat ekkert sofið um nóttina - [hvort ég þyrfti að kaupa nýtt móbó eða ekki]. En þá var nú bóndinn heppin, allt var í fína lagi :] weeee, og meira egja biosinn updeitaður, og viti menn Geforce2 kortið er að fá stöðugt 84fps :þ Jibbí !

Semsagt megin-málið: OldBuddy afhverju gastu ekki svarað í símann, bwaaaa :]