Jæja, hérna er mín littla spá, ég held að öllum sé skítsama, en mér langaði að koma henni frá mér. Ég held að þetta verði ósköp venjulegur, skemmtilegur og spennandi Skjálfti. Ég held að SiC-a eigi eftir að koma mest á óvart, og líka NeF-a því, hver myndi trúa því að þeir myndi rífa sig svona upp aftur. En jæja hérna kemur þetta.

1. MurK
Ég held að MurK séu fæddir sigurvegarar, það er ekkert sem nær að slá þá úr þessu sæti. Ég held að þeir hafi feisað CS menninguna feitast seinast með sigri sínum. Allir spáðu SiC a þá sigri, en þeir stóðu uppi sem sigurvegarar, sem þeir gera held ég aftur.

2. SiC A
Sko, SiC a eins og svo margir vita, lentu í þriðja sæti seinast, ég held að þeir allir séu staðráðnir í að gera gott betur, ég hef samt ekki alveg heyrt hvernig a lið SiC á að vera, en ég get svona nokkurnveginn gert mér hugarlund hvernig það er. Ég persónulega held að SiC a komist í úrslita leikinn með undanúrslita leik við gríðarsterkt lið Drake. Ég held að ef SiC a og MurK spili úrslita leik, þá verði það dúndur rimma, og spennandi. En MurK mun sigra það á endanum með reynslu og skills.

3. Drake
Já, Drake, Drake og aftur Drake. Dúndur ofur lið hjá þeim, MrRed, WarDrake, og gömlu drekarnir. Það eru fá orð sem hægt er að segja um þá hérna, en þeir eru nokkrir með mikla reynslu. Ég held að mínusinn hjá þeim að þegar í undanúrslita leikinn er komið, smá reynslu leysi hjá restinni. Annars munu þeir spila mjög einbeitt allan Skjálfta. Og vera staðráðnir í því og sanna sitt. Ég held að Drake tapi úrslita leiknum við SiC-a, en komi staðráðnir í leik um bronsið við gríðarsterkt lið SiC-b, en þeir bíta á jaxlinn og taka það.

4. SiC B
Sterkt lið með $noopy, Spartakus og nokkra góða, ef til vill frábæra spilara, Ég hef eitthvað heyrt um að Ashtray sé í þessu liði. Ég held að það gefi þeim 4 sætið. SiC b stóðu sig frábærlega seinasta Skjálfta, og spiluðu skemmtilegan leik við MurK í prodigy seinast í úrslitunum. Þá var líka Shayan í b liði SiC, og ég held að Shayan verði stjarna Skjálfta núna í a liði SiC, ef það er rétt hjá mér.

5. NeF A
Mjög sterkt, skemmtilegt lið. SnoZ, Skyline, Sicko, Preacher, Azazel og Gummz, held ég að liðið verði. Allir komnir undir NeF taggið aftur, að vísu hafa Preacher og Azazel ekkert farið frá NeF. En ég held að teamplayið á NeF, og hversu mikið þeir þekkja hvorn annan, drífi þá í 5 sætið. Þeir spila vel saman, allaveganna af mínu mati finnst mér. Allt mjög hittnir einstaklingar, og ágætlega skemmtilegir spilarar.

6. Dc A
Þetta eru frekar lítið þekktir spilarar, en ég persónulega veit hvað þeir geta. Þeir geta töfrað fram frábært teamplay, og mikla hittni. Ég held að þeir komi mest á óvart þennan Skjálftann. Þó þeir stóðu sig vel seinast, og Skjálftann þar á undan, þá held ég að fólk verði enn að átta sig á hæfileikum þessa clans. Þeir eru með mjög sterka og skemmtilega spilara.

7. Love A
Sko, núna eru örugglega margir hneykslaðir á mér! En ég veit ekki, en það er eitthvað í undirmeðvitund minni sem hvíslar að mér að þeir munu ekki standa sem skyldi þennan Skjálfta. Þeir hafa misst stjörnuspilarana sína Puppy og Snoopy. En þeir eru ennþá með PlayBoy og Rocco$, og náttúrulega bættust StoneM, Gemini og nokkrir spilarar við um daginn sem ég held að verði stór plús. Ég held líka að LuPlebb* muni koma mikið á óvart, enda hefur hann oft staðið í skugganum af hinum frábæru spilurum sem Love hefur upp á að bjóða.

8. DON a
Þetta er clan, sem hefur verið með herbergi upp í setri, núna mjög lengi. Og eru allir farnir að þekkja inná hvorn annan. Ég tel að þeir komist ágætlega áfram vegna teamplay og skillz. Þeir eru með helfvíti seiga spilara innan borðs, sem geta komið mjög á óvart. Ég segi eitt, fylgjist vel með Cule, ég tel hann muni brillera á Skjálfta.

9. Dc B
Þeir eru eins og Dc a, nema hvað að Dc B stendur náttúrulega meira í skugganum á Dc A. Ég held að DiaboluZ, Romeo, DruiD, MuGGuR og Masi geti gert nokkuð góða, flotta og skemmtilega hluti saman. Ég sjálfur hef verið að fylgjast slatta með þeim, og ég hef séð þá taka clön, sem ég spái mjög ofarlega hérna, mjög vel. Þeir teamplaya vel, og kunna vel inná hvorn annan. Ég held að DruiD eigi eftir að koma vel á óvart.

10. NBK A
Sko, ég ætla ekki að vera að krítisera né hóla mínu clani, ég held bara og vona að við náum þessu markmiði. Okkar markmið er fyrst og fremst að hafa gaman af þessu og komast upp úr riðli með Pudgy í fararbroddi.

Clan sem kemur mest á óvart:
mod og Lord.

Leikmaður sem kemur mest á óvart:
Shayan, ég veit að fólk veit að hann er góður, en sjáið :)

Held að GGRN komi líka slatta sterkir inn með b0ner, GOTTA, Sickness og þá dúdda.

Þetta er mín litla og auma spá, vona að þetta hafi verið góð, fræðandi og seinast en ekki síst skemmtileg lesning.

Kv. Fixer

<br><br><img src="http://gifanimados.tiendapc.com/juegos/bubblebubble/buble01.gif“>
<a href=”http://www.teamnbk.tk“>nbk</a> - <a href=”mailto: fixer@1337.is">Siege</a>
#clannbk - #gegt1337