Ég uppgötvaði Counter Strike um áramótin og hef spilað hann stanslaust síðan. Í gær hinsvegar lenti ég í talsverðum vandræðum. Ég fór eins og ég er vanur í Net Games og inn á Mania. Þegar að ég var að komast inn á serverinn kom vandamálið. Svo virðist sem hún finni ekki “tracker” (Hvað sem að það nú er). Hvað um það, CS inntstallar þessum tracker og ég kemst inn á serverinn. En þegar að ég byrja að spila þá lendi ég í súper laggi þrátt fyrir að vera með sona 20 í ping. Þannig að ég spyr:

Hvað er eiginlega málið og hvað get ég gert til að laga þetta?