Vegna annars pósts ég var að svara, ættlaði ég að henda þessu hérna líka til vonar og vara uppá gamanið.

Fullt af fallegum stafsetningar villum og allt það.
Óþarfi að benda mér á slíkt :)

————-
Ef þú þarft 20 blaðsíðna handbók til að spila CS “rétt”,
þá er eitthvað að í kollinum.

Það eru örfáir, afar einfaldir púnktar sem hjálpa mikið.

1. Einstaklings frag count skiptir ekki neinu máli ef liðið þitt tapar roundinu.
Tippa tog og kill score metningur er fyrir fólk með skert sjálfsálit.

2. Það er ekkert til í CS sem heitir “kill steal”.
Þið eruð að vinna saman sem lið, til að vinna hitt liðið.

3. Ef þú ert CT á hostage borði, þá er þitt goal að ná í, og bjarga þeim gíslum sem þú getur.
Ef það verða nokkrir terroristar á vegi þínum á leiðinni, þá þarf að skjóta þá niður eða hræða þá burt til að þú getir náð í gíslana.
Á hostage borðum geta Terroristar ekki campað. Það er ekki hægt. CT´s geta unnið roundið með að bjarga gíslunum.
Ef svo illa vill til að þeir eru búnir að drepa þá alla, þá neyðis þú til að elta þá uppi og refsa þeim.
Ef þeir fela sig útí horni og þið finnið þá ekki, þá vinna þeir. Það er þeirra goal í þessum borðum, hvernig svo sem þeir ná því framm.

4. Á bomb borðum er það takmark terrorista að planta bombunni og verja hana eftir það. Helst án þess að verða fyrir nokkrum truflunum frá Counters.
Á þessum borðum geta CT´s ekki campað. Terrorar geta unnið hvenær sem er, með því að sprengja viðkomandi staði.
Ef þeir planta ekki bombu, og CT´s fela sig, þá vinna þeir. Sama og í síðasta lið (nr.3).

5. Með því að vinna saman í hóp, eru meiri líkur á því að þitt lið vinni roundið. Sem merkir meiri peningur fyrir þig, og betri samvinna frá liðinu í næsta roundi vegna þess að allir eru glaðir, líka “noobs” með vont persónulegt dráps skor. Því að í teamwork leikjum, geta þeir líka gert gagn sem beitur, spray & pray varnar veggir og fleyra. Semsagt meira gaman handa öllum. Það er það sem “leikurinn” snýst um. FUN-FACTOR.

6. Kjaft gangur í garðs annara spilara gerir ekkert nema breyta góðum leik í tóm leyðindi. Það ætti að banna kjaftfora menn jafn hart og svindlara. Þeir skemma jafn mikið.

7. Ef þér er ekki að ganga vel, þá er mjög vinsælt að halda frekar aftur að puttonum á sér og pikka ekki plebba-gang eins og “OMG”, “OMFG”, “GMG” og annan eins lúðagang í chat.
Það hefur einginn áhuga á þessu nema þú. Fáðu þér stress bolta sem þú getur kreyst á milli lotna á meðan þú ert ekki lifandi.

8. Í enda leiks kom upp sú kurteisi, að segja “gg”.
Þetta var gert í fyrstu til að þakka fyrir sig, sama hvernig gékk. Ef þú áttir slæmann leik, endilega haltu þá í stólinn þinn, spangólaðu eins og tík á túr og blótaðu upphátt (semsagt EKKI í chat í CS), og ekki skrifa eitthvað eins ruddalegt og ókurteyst eins og “bfg”, eða “bg”.
Við sáum að þér gekk ekki vel, og það er nóg. Óþarfi að minna fólk á það.

9. Ef þú ert það tímabundinn að þurfa að henda út setningum eins og “drulla sér áfram” þegar þú ert dauður, eða “zzZZZzz”.
Þá ættirðu ekki að vera spila leik sem þú respawnar ekki strax.
Eða þá að reyna halda sig með restinni af liðinu þínu og lifa gegnum allt roundið. Óþolinmæði er fyrir þá veiku.

10. SKEMMTU ÞÉR OG ÖÐRUM! Þetta er tölvu “leikur”, ekki alvarlegt sport. Ef það er alvarlegt sport sem þú ert að sækjast eftir, farðu þá í clan, æfðu og taktu þátt í kepnum.
Vont viðhorf, ókurteysi og annars konar plebba gangur á ekki heima á public online server. Bara afþví að þú þekkir ekki alla, merkir það ekki að þú þurfir að vera ókurteis við þá.

Eins og einhver trúður gaf eitt sinn í skyn.

Komndu fram við aðra, eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.

- Gústi

(fyrrverandi [NeF]GUSTi, [TVAL]GUSTi, [-IRA-]LoKi, og nú í dag [oldskool]LoKi eða King.Elvis)

ps.. HAVE FUN!