Ég var að rifja að eins upp frá því að ég byrjaði að spila CS.
Og ég tek eftir því hvað allt var miklu miklu skemmtilegra þá.
Ef mann vantaði hjálp við eitt eða annað var manni hjálpað í stað þess að núna er eina hjálpin “Þegiðu”, “stfu n00b”, “thurs”, “fifl” o.s.fr. Maður gat spilað án þess að pirrandi fólk var að rífa kjaft, team killa o.s.fr. Núna er allt öðruvísi, maður getur ekki spilað leikinn án þessa að gefast upp og fara eftir 10min. Það er alltaf einhver að TK eða rífa kjaft og niðurlægja alla. Ég vil að það sé hægt að spila bara leikin í góðum fíling, hætta þessum endalausa pirringi og látum og tala bara saman eins og eðlilegt fólk. Hætta að segja að allt sökki og sé ömulegt og leiðileg. Ég hef náttúrulega líka verið oft hundleiðilegur og pirrandi. Getum við ekki einhvern vegin öll reint að breyta þessu, ég er ekki að meika þetta mikið lengur =(
Það getur varla verið svo erfitt að reina að gera leikinn skemmtilegri…
Ég bið ykkur að minsta kosti reina…