Einmitt þessvegna var ég að tala um að þetta “val” hefði átt að fara betur fram, með fullri virðingu fyrir bbf, ég met hann (þig) mikils. Þessar hugmyndir komu fram á Necro-korkinum en ekki var tekið tillit til þess, óvart eða ekki.

1)Að hafa mismunandi “vigt” á valinu þ.e.

10 menn valdir
1.sæti gefur 1,0 stig
2.sæti gefur 0,8 stig
3.sæti gefur 0,6 stig
4-7 sæti gefa 0,4 stig

2)Þá skal nefna 2 MG menn sérstaklega (sem eru ekki af fyrrnefndum 7 sætum)
3)Að lokum skyldi nefna 1 Sniper (ekki heldur af þeim fyrrnefndum)

Með þessu móti væri unnt að raða saman liði og aukaliði eftir stigum og stöðum (með MG-um og Sniper) án þess að lenda í skekkju sem kynni að verða af persónulegum högum eða -áliti þeirra sem vinna úr upplýsingunum (ekki það að ég sé að gefa í skyn að svo geti orðið samkvæmt núverandi skipulagi).

[Klan]Gaur fær:
3 vote í 1. sæti= 3,0
2 vote í 2. sæti= 1,6
1 vote í 3. sæti= 0,4
3 vote í 4-7. sæti= 1,2

[Klan]Gaur = 6,2 stig

MG-ar og Sniperar eru sérvaldir, Sniperar líka.

Þessu er alveg GEÐVEIKISLEGA einfalt að henda upp í Excel. Eins og þið flestir vitið.

Einnig unnt að raða inn mönnum eftir þeirri röð þeir ættu að detta inn í liðið ef einhver skyldi forfallast, bara til að koma í veg fyrir að menn “detta inn” fyrir einhverja pólitík. Þá er nokkuð víst að menn verði ekki jafnir að stigum.

Þetta eru nú bara persónulegar pælingar sem kunna eða kunna ekki að eiga upp á pallborðið hjá mönnum. Ég hef mikinn áhuga á að þetta sé gert rétt en mér hefur ekki verið falið neitt “ábyrgðarhlutverk” í kringum skipulagningu keppninnar.
Menn bjóða sig fram í gríð og erg en fátt er um hugmyndirnar, menn vilja bara respectið sem þessu ábyrgðarhlutverki kann að fylgja.

Jæja látum þetta gott heita, eihver er kannski móðgaður en það var ekki ætlun mín. Þetta mál þarf að nálgast á málefnanlegan hátt.

Þið sem finnst að þetta sé óþarflega flókið eða bara eruð ósammála, vinsamlegast sleppið dissi.

Þá hvet ég menn að halda “vali” sínu leyndu til að hafa ekki áhrif á “val” hjá öðrum.

[Necro]Goodfella
<br><br><i><b>Xits<b><i