Það hefur komið á daginn að ákveðinn aðili hefur skemmt sér undanfarið við að banna spilara á skrim serverunum. Með því að banna einn aðila á skrim1 er hann sjálfkrafa bannaður á hinum tveim.

Það hefur verið frjálslega farið með rcon og password á þessa servera hingað til. Það er að segja, ég hef ekki verið að eltast við að breyta þeim reglulega heldur leyft ótakmarkaðan aðgang að bæði passwordum og rcon með því að halda þeim eins allan þennan tíma.

Ég breyti passwordunum ekki að svo stöddu, en hinsvegar mun ég taka alvarlega á þeim sem nota rcon á skrim serverunum í að banna spilara, hvort heldur sem er í gegnum remote console í eye eða á servernum sjálfum. Þeir sem setja spilara í bann á þessum serverum fara í bann á öllum simnet cs serverunum sem og dod, einnig mun ég hafa samband við aðra server admina og biðja þá að banna viðkomandi á þeirra serverum líka.


Takið þetta alvarlega, mér er meinilla við svona hegðun.

zlave

Simnet HL admin