31-17 er niðurstaðan, tap á móti Bretum. Ég bjóst reyndar við þessum úrslitum, Bretar eru með mjög öflugt lið eins og er (sögðust hafa rapað svíþjóð í scrimmi en ég trúi því ekki fyrr en ég sé ss ;).

Þetta byrjaði vel, við komumst í 6-1 eða eitthvað álíka, en svo fór allt niðurávið eftir að þeir byrjuðu að awp hóra okkur. Bretar voru með 20 ping minna en við mest allan leikinn en það er mjög erfitt að finna góðan server móti þeim, þar sem evrópulinkur okkar gengur einmitt í gegnum Bretland.

Það er samt gaman af þessu og við munum halda áfram ótrauðir, næsti leikur er á móti Írlandi og ég tel okkur eiga góða möguleika í hann. Ég mun gera þó nokkrar breytingar á liðinu til að testa aðra menn undir pressu, en ég tel samt að liðið sem spilaði við .uk er ekki verra en neitt annað íslenskt lið sem ég hefði geta stillt upp. Þeir hafa sannað það með að vinna alla leiki sína við íslensk lið sem þeir hafa spilað.

Leikurinn við Írland verður sennilega um næstu helgi. Hltv og irc bot verður á staðnum.