<a href=http://www.natural-selection.org/>Natural Selection</a> er Half-Life “Total Conversion”, sem gerist í blárri framtíð. NS er eingöngu til fjölspilunar, og virðist luma á hinum fjölbreyttustu brögðum.

<a href=http://www.natural-selection.org/>Natural Selection</a> fjallar um stríð milli jarðarbúa, með herlið að nafni TSA í fararbroddi, og geimvera. Og á meðan TSA herliðið notast við nýjustu vopn og tæki til síns brúks, eru geimverurnar meira “organic”, þ.e.a.s sambærilegar við Zerg úr StarCraft.

Það sem er flottast við <a href=http://www.natural-selection.org/>Natural Selection</a> er svokallað “Commander Mode”, þar sem einn meðlimur t.d. TSA fer og notar svokallaða stjórnstöð. Með henni sér hann yfir allan vígvöllinn, og getur gefið vinum sínum skipanir, byggt upp varnir og þróað ný vopn. Auk þess getur þessi stjórnandi opnað allar dyr, notað alla takka o.f.rv. T.d. gæti hann kallað á lyftu þannig að hún sé mætt þegar liðsmenn hans stökkva inn til að flýja geimverurnar sem eru að nálgast, hann getur opnað dyr sem venjulega fólkið getur ekki, og almennt skipulagt allan hernaðinn frá “top-down” sjónarhorni. Að þessu leiti líkist NS mest leikjum eins og Command and Conquer.

Aðrir möguleikar, eins og logsuðutæki til notkunar við fastar dyr, auka bara við tilhlökkunina eftir þessum leik.

<a href=http://www.natural-selection.org/>Natural Selection</a>
er nú þegar komið í prófanir og kemur vonandi innan fárra vikna.