Virðulegu mapparar, CS-arar, DoD-arar, aðrir hugarar.

Ef að litið hefur verið á þessa korka að undanförnu má sjá að sú umræða sem farið hefur fram hér hefur að mestu leyti snúist um mjög “basic” atriði, eins og t.d. hvernig skuli kompæla borðin, eða hvernig skuli búa til herbergi.

Nú hef ég tekið eftir því að mikill áhugi hefur sprottið upp um hvernig maður skuli bera sig að þegar möppunarleikfimi er annars vegar. Lendir maður því oft í spurningum um atriði sem “vet” mapparar myndu kalla nokkuð einföld.

Til að finna lausn á þeim vanda datt mér í hug að setja saman lítið n00b hefti fyrir byrjendur þar sem farið er í grundvallaratriðin. Ég fór að spá meira í þessu, og þróaðist þessi hugmynd í það að gera heilsteypta kennslubók í hl-mapping, þar sem farið verður í þeóretíska aðferðafræði við möppun, sálfræðileg atriði tekin til umræðu, tæknikúnstir verða kynntar, möppun í þeim vinsælu modum CS og DoD verður kennd, og að lokum endar þetta í stóru lokaverkefni þar sem möppunarhæfileikar nemandans verða notaðir til hins ýtrasta.

Varðandi framkvæmd við gerð þessarar bókar, þá dettur mér helst í hug að eftir að stefna og útlína hefur verið valin, þá skipta þeir sem vinna að bókinni ákveðnum köflum á milli sín, og vinna á þann hátt að þegar einn aðili hefur klárað ákveðinn kafla, þá sendir hann kaflann til næsta manns, sem ljáir þeim kafla sinn blæ, og svo koll af kolli uns heilum hring er náð, og þá telst sá kafli tilbúinn til útgáfu. Þannig geta allir lagt sitt af mörkum í alla þætti verksins.

Skora ég því á alla mappara sem búa yfir reynslu (sjálfur hef ég mappað í 3 ár) til þess að mæta á spjallrásina #imm við tækifæri þar sem hægt verður að ræða þetta nánar.

Takk fyrir<br><br>- Requiem