Jæja, ætla að fara hratt yfir þetta. Garðar, ‘eigandi’ Gamer, fékk mig til að hjálpa til við að sjá um eitthvað mót fyrir svona tveimur árum og það gekk bara vel fyrir sig og allir sáttir og hann var geðveikt fínn gaur bara og eitthvað…

Svo hjálpa ég til við annað mót, og annað mót, og annað mót osfrv þangað til á Gamer í febrúar 2011. Þar er eitthvað rafmagnstengi vitlaust tengt og útaf því skemmist aflgjafinn í tölvunni minni…. og ég fæ loforð frá Garðari um að ég geti keypt nýjan og fengið hann borgaðan af fyrirtækinu sem sá um þessar rafmagnssnúrur.

Okei, ég kaupi nýjan aflgjafa og svo, já ég viðurkenni að þetta var mjög seint, 2 og hálfum mánuði síðar, sendi ég þennan aflgjafa reikning stuttu eftir að ég er búinn að tala við Garðar um að það sé ekkert of seint eða neitt að gera það …. svo viku eftir það hringi ég í hann og hann svarar ekki, sendi mail, svarar ekki, spamma á facebook, svarar ekki. Svona gengur þetta í slatta af tíma, en ég nennti ekki að pæla of mikið í þessu því ég vissi að hann er upptekinn maður og hann er alveg fínn gaur svo þessi 18þús kall hlýtur að skila sér.

Svo les ég póst á Huga frá einhverjum, man ekki hvort það sé frá Ellawho eða einhverjum öðrum 7Rockers gæja sem er að kvarta undan Garðari útaf hann vantar að fá verðlaun úr einhverju Gamer móti, og þá verð ég smá smeykur og fer að reyna að ná í Garðar, en ekkert gengur…

Garðar, ertu lifandi????????????