Góðann daginn.

Þetta er opið bréf til Garðars, Gamer admins og mótshaldara.

Eftir þrotlausar tilraunir til að ná sambandi við Garðar, manninn á bakvið Gamer mótaröðina þá er komið að því að viðra málið fyrir luktum dyrum. Ég hafði engann áhuga á því að fara þessa leið en eftir miklar pælingar og samtöl við aðra ákvað ég að gera það.

Næsta Gamer mót (eftir minni bestu vitund) verður haldið í sumar einhverntíman.
Þar sem ég hef gert allt sem ég get gert, annað en að hringja í og sitja um manninn þá ákvað ég að skrifa hér í von um að þetta mál verði leyst sem fyrst.

Síðan 30. janúar þegar fyrsta Gamer móti ársins lauk eru liðnir 97 dagar í dag frá því að við (seven) unnum cs 1.6 mótið og fengum verðlaunin okkar.
Það er að segja næstum öll verðlaunin…

“1. verðlaun var 50.000 kr. í pening frá Gamer, 1stk. HAF-X frá Coolermaster, 1stk. 800W Silent Pro Gold PSU frá Coolermaster, 3stk. Sentinel leikjamýs og músamottur frá Coolermaster”

Verðlaununum var skipt bróðurlega á milli okkar strákanna. Nema að við verðlaunaafhendinguna sagði Garðar okkur / mér að Power supply-inu myndi seinka um nokkra daga þar sem verið væri að bíða eftir að það kæmi til landsins. Að Garðars sögn var þetta powersupply allt að 30þús króna virði. Þar sem þetta PSU féll mér í skaut hafði ég ekkert á móti því að bíða aðeins eftir því. Enda er þetta Ísland og ekki venue fyrir eitthvað stærra mót. Nokkrum dögum / einni viku síðar heyri ég í Garðari og hann segir mér að það sé enn verið að bíða eftir því og að ég muni fá það á endanum.
Þetta samtal átti sér stað í byrjun febrúar.

Síðan þá hef ég ekki heyrt bofs í Garðari í sambandi við þetta. Ég hef sent honum mail mörgum sinnum og reynt að tala við hann ótal sinnum þar sem ég hef möguleika á að ná í hann (yfirleitt á facebook chat) og ekkert haft upp úr því. Eftir svolítinn tíma fékk á ég tilfinninguna að það væri verið að hunsa mig en hélt samt áfram (allt til dagsins í dag) að reyna að ná sambandi við hann.

Hingað til hef ég ekkert heyrt í honum. Ég hef sent honum skeyti eða reynt að tala við hann á chat oft og mörgum sinnum, um að það eina sem ég vilji er að fá að heyra hvað er í gangi með þetta. Eftir rúmlega 3 mánuði er ég ennþá “rólegur” og tilbúinn að hlusta á nokkurnveginn hvaða afsökun sem er og ég hef gert honum það ljóst.

Þrátt fyrir allt þetta hef ég ekkert heyrt og úr þessu veit ég ekki við hverju ég á að búast. Það er talað um að það eigi að halda annað mót í sumar og ég velti fyrir mér hvernig það mót verður og hvaða svör ég fæ þegar og ef, við viljum mæta á annað Gamer mót og fæ að hitta eða heyra loksins í honum Garðari.

—————–
Ég er að reyna að gera ekki “of mikið” úr þessu en með því að svara mér ekki, þá gefur þú mér ekki marga möguleika.
—————–

Á þessum tímapunkti sætti ég mig við “bara eitthvað” powersupply. Mér er sama. Það vill svo til að mig _vantar_ power supply og hefur vantað lengi. Ég hef meiri áhuga á að fá þetta powersupply heldur en að fá andvirði þess í peningum. Sem er ástæðan fyrir því að ég hef nennt að bíða eftir því.

Treystið mér þegar ég segi að það eru fáir sem væru jafn þolinmóðir og ég í sambandi við þetta.

Á vefsíðu tölvulistans sem er með Coolermaster vörur (ef ég fer með rétt mál þá áttu verðlaunin að koma frá þeim) eru 3 mismunandi CoolerMaster power supply til sölu. Það dýrasta, CM Silent Pro M 850W aflgjafi Modular PS CM SPM850, kr. 26.990 er augljóslega “einni týpu” ofar en það PSU sem var minnst á í verðlaununum. Þetta, eða einhversskonar PSU af þessari gerð er augljóslega til á staðnum. Kannski sveik styrktaraðili þig. Hver veit? Þú hefur ekkert gefið mér til kynna hvað málið er eða hvers vegna tafirnar eru.

Í þeirri von að þú, Garðar sjáir þetta og fáist til þess að svara mér á einn eða annan hátt, og jafnvel koma þessum “verðlaunum” á sinn réttmæta stað, þá veistu hvar þú getur náð í mig.

Ef það er einhver góð og gild ástæða fyrir þessum töfum sem gerði þér ekki kleift að svara mér á einn eða annan hátt þá vil ég endilega fá að heyra hana og eftir því hvaða ástæður þú hefur/hafðir þá þykir mér jafnvel leitt að hafa skrifað þennan kork.

Þangað til bíð ég enn spenntur eftir því að fá afganginn af verðlaununum eða eitthvern ásættanlegan staðgengil þeirra.

Kveðja.
Gunnar Sigurðsson

—–
ATH. Þessum korki er hvorki beint gegn Gamer mótaröðinni né skrifaður til þess að fá fólk til þess að fara ekki á Gamer mót. Hann er skrifaður til þess að fá svör eftir að öll önnur úrræði fóru út um þúfur.
—–