Ég hef heyrt þó nokkuð um kvartanir um landsliðsvalið, að t.d. of margir hafa verið valdir. Málið er einfalt, það ERU bara 5-10 menn sem koma til greina til að spila þessa leiki því þeir eru einfaldlega betri en hinir (þá er ég ekki að tala um í 1on1 keppni heldur teamplay/reynslu/skillz í heild sinni). EN ég valdi svona marga spilara því að ég vill hafa aðeins meira fun kring um þetta en aðeins að spila í Clanbase leikjunum.

Fólk getur vælt eins og það vill en mér finnst þetta mest fun, ég reddaði þessu, og mér finnst þetta sniðugast svona. Þetta er eins og ég sagði ekki bara það að spila þessa 4 leiki í riðlakeppninni heldur einnig að hafa mót og fleira kringum þetta til að hafa gaman af þessu, enda er það EINA ástæðan fyrir því að ég nenni að standa í þessu.

Svo er hitt að sumir vilja sjá þennan og hinn í landsliðinu, flestir hafa nefnt Theion en það vill svo til að ég addaði hann í aukalið í landsliðinu. Það er svo annað mál að ég fer EKKI að setja menn úr liðum sem hafa ekki komist í topp 5 á síðasta skjálfta í liðið sem keppir í Clanbase. Það er bara heimska að ætla að taka þannig áhættur.