Fyrstu deildarkeppninni lýkur í senn og hér eru breytingarnar sem ég geri fyrir deildarkeppni #2. Þær eru stórar breytingarnar og ég held að þær munu bæta mótið.

REGLUR OG UPPLÝSINGAR
- 4 lið í riðli
- 1.sæti kemst upp, 4.sæti fellur niður
- 2.sæti fer í umspil um að komast upp (gegn 3. sæti í næstu deild fyrir ofan)
- 3. sæti fer í umspil um að falla niður (gegn 2. sæti í næstu deild fyrir neðan)
- Vegna þessara breytinga er líklegt að einhverjir umspilsleikir verði áður en mótið sjálft hefst
- Til dæmis munu nokkur lið sem lenda í 2. sæti keppa gegn liðum sem lentu í 3. sæti í deildinni fyrir ofan um hvort liðið
fær sætið.

- Hvert lið neitar tveimur möppum
- Liðið VINSTRA megin byrjar ALLTAF að neita
- Spilaðar eru tvær umferðir

- Hvert lið spilar 6 leiki í sinni deild og eru því tveir leikir á viku
- Í lokaviku mánaðarins verða svo umspilsleikir

- Annars gilda almennar reglur. Alskyns hack er bannað, ólöglegar config stillingar eru bannaðar, 32 bit er MUST
- Tekin eru alltaf smokescreen af tveimur smokum í byrjun leiks, fyrir eða eftir hnífaroundið.
- Öll exploit eru bönnuð og verða round dregin af fyrir exploit ef andstæðingur hagnast, þó að það sé óvart.
Þannig ef þú exploitar og fattar það, segðu liðinu að stoppa í 5 sek svo hinir hagnist ekki á því.
- Lið fá dæmt tap á sig ef leikmaður er með MWHEELUP eða MWHEELDOWN bindað sem +Duck

- Hægt er að bæta við leikmanni hvenær sem er og er hann leikfær 12 tímum fyrir leik
Á þessari reglu eru veittar undantekningar, t.d. ef leikmaður er þekktur meðlimur liðs.
- Andstæðingar mega leyfa láner, en ef andstæðingar leyfa hann ekki þá telst hann sem óskráður maður (ef hann spilar)
- Óskráður maður í leik = tap
- Sami leikmaður má ekki spila með tveimur mismunandi liðum í sömu umferð, sama þó það sé ekki í sömu deild

Staðfest lið:
DLIC
noVa
WCB
SharpWires
Veni
AX
a7x
konv!cted
iym
CBZ
Pressit
stA

(12/32) .. 32 max fjöldi, 28 ólíklegur fjöldi, 24 líklegur fjöldi, 20 minnsti fjöldi til að keppnin eigi sér stað.

Bætt við 17. desember 2010 - 15:57
skráning:
a) #onlinemot á ircinu, pm Ivan–
b) email til dannifjos@gmail.com