Umfjöllun um mótið er <a href="http://www.hugi.is/hl/greinar.php?grein_id=42866“>hérna</a> og heimasíða mótsins er á <a href=”http://flensan.svavarl.com“>. Gjöra svo vel að skoða þessar síður áður en spurt er hérna.

Vegna lélegrar aðsóknar ákváðu stjórnendur að hætta við Flensuna en síðan var ákveðið að endurhugsa þessa ákvörðun. Það verða að minnsta kosti 30-40 manns að vera búnir að skrá sig fyrir hádegi á þriðjudaginn. Við nennum ekki að standa í heavy undirbúningi bara fyrir svona 10-20 manns. Það er betra að vita hve margir munu mæta þar að auki.

Til að bæta við nokkrum staðreyndum sem hafa breyst eða bæst við:

1. Þeir sem skrá sig í leik en ekki með klani, þá setjum við ykkur í klan með gaurum á sama aldri ef hægt er.
2. Það er ekki nauðsynlegt að skrá sig í ákveðna leiki, þú mátt þess vegna bara vera þarna til þess að keppa við félaga þína, t.d. ef þú hefur ekki aðstöðu til þess heima hjá þér. Ef það þarf varamann, þá verður kallað upp og fólk getur boðið sig fram.
3. Ef fólk getur komið með hub eða switch, þá er því vel tekið, ef við þurfum á þeim að halda og fáum lánað, þá fær sá sami afslátt af mótsgjaldinu.
4. Sjoppa er rétt hjá skólanum og er hún opin mestallan tímann sem Flensan er í gangi. Við ætlum að reyna að koma í gang kerfi með fjöldapöntunum á pizzum á meðan mótið er í gangi
5. Mótið er ekki takmarkað við Hafnarfjörð, fólk má taka þátt, hvar sem það á heima á landinu.
6. Spurningum sem er ekki svarað á heimasíðunni, þá má spyrja á ircrásinni #flensan eða hægt er að senda tölvupóst á stjórnendur, izelord@nff.is og fragman@nff.is
7. Áður en spurt er, biðjum við fólk að lesa heimasíðuna vel og vandlega, margar spurningar sem koma á rásinni eru þegar á heimasíðunni.

Staðreyndir sem sumir eru ekki að ná:
1. Mótið verður í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, staðurinn mun vera vel merktur að innan þannig að þið ættuð ekki að villast í húsinu
2. Við biðjum fólk um að vera ekki í sífellu að spyrja hve margir séu skráðir, eftir hádegi á þriðjudaginn munum við senda út tölvupóst til þeirra sem skráðu sig um hvort mótið verður eða ekki.
3. Ef einhver keppni tekur lengri tíma en áætlað er, þá byrja mótsgreinarnar sem eru á eftir henni aðeins seinna, en það ætti ekki að vera mjög mikið.<br><br>—-Fragman póstaði þessu——-
<a href=”http://www.svavarl.com“ target=”fragmanpage“>Heimasíða</a> | <a href=”mailto:fragman@svavarl.com“>Tölvupóstur</a> | <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman“>Skilaboð</a> | <a href=”http://ut.svavarl.com“>Stöff fyrir Unreal Tournament</a> | <a href=”http://cs.svavarl.com">Stöff fyrir Counter-strike</a