Langaði bara að spyrja hvernig fólk tekur í þetta að skrá lið og leikmenn í clanbase eða http://clanbase.ggl.com/news.php og ná í forrit sem heitir eitthvað easy anticheat r sum.

Þetta virkar þannig að þetta er stigakeppni semsagt ef þu vinnur lið sem er með meiri stig en þið fáið þið fullt af stigum og ef þið vinnið lið sem er með færri stig en þið fáið þið eitthvað minna.

Aðal pointið í þessu er að til að spila þessa leiki þarf að downloada þessu anticheat forriti og skrifa match id.

Það tekur svo sjálfkrafa screenshots úr leiknum hjá öllum keppendum. Þannig eftir leikinn getið þið skoðað screenshot hjá hinum leikmönnunum og ef ekkert er athugavert getið þið samþykkt leikinn.

veit ekki hvernig það væri hægt að dekka 16 bit og nosmoke hórur hvort það myndi gilda sem ólginding á leiknum en persónulega finnst mér það.

En hvernig taka cs-arar í þetta? tekur 2 min að downloada og skrá sig og sitt lið þarna og svo tekur það 30 sec fyrir hvern leik að skrá þetta match id inn.

Ástæðan með þessum korki er bara útaf því að þessi leikur á að vera skemmtilegur en ekki endalaust vafasamir hlutir að ské í hverjum einasta leik.
(\_/)