Ég og Hjörvar Azwraith höfum ákveðið að byrja aftur með Lost in Iceland fragmyndina sem ég var byrjaður að gera einhvertíman í fyrra.

Þar sem engin almennileg cs movie hefur komið út í dágóðan tíma fannst okkur tími til kominn að gefa frá okkur eitthvað almennilegt.

Til þess að myndin verði nú almennileg þurfum við auðvitað almennileg frögg og þar sem við sjúgum í cs þurfum við auðvitað ykkar hjálp.

Það sem þið þurfið að gera er að finna ykkar flottasta fragg, sama hvort það sé á venjulegu recordi eða á hltv, tímasetja fraggið og senda okkur það í rar eða zip fæl á lostinicelandmovie@gmail.com

Allt sem þið haldið að sé nógu merkilegt til að vera í movie-inu getið sent á mailið og við förum yfir það. Við höfum samt ekki áhuga á að sjá fleiri en 2 frögg frá hverjum spilara.

Ef það er eitthvað sem þið þurfið að koma á framfæri getið þið sent okkur póst á mailið, skilaboð hér á huga eða á mIRC undir nafninu LostinIceland.

Takk fyrir okkur :)
"alltaf þegar ég er graður þarf ég að skíta" -devon