Lenti í því yndislega atviki að Sennheiser HD-595 heyrnatólunum mínum var stolið á Gamer laninu. Ég lánaði Yngva og Willa þau svo þeir gætu verið með shoutcastið á síðustu bracketleikjunum. Svo virðist sem einhver misyndismaður hafi tekið sjensinn á því að læðast inn í shoutcastherbergið á einhverju 5 mínútna tímabili milli leikja og hnuplað heyrnatólunum í leiðinni. Hver tekur sénsinn á því fyrir 6 ára gömul heyrnatól?

Ég geri mér nú ekki miklar vonir um að þau skili sér aftur til mín en mig langar samt til að koma því á framfæri að þetta er gjörsamlega ólýðandi.

Ég var þarna uppfrá alla helgina í sjálfboðavinnu við að koma upp þessu blessaða móti. Var vakandi alla aðfaranótt laugardags við að hafa allt tilbúið þegar fólk kæmi aftur á laugardagsmorgni, var á milljón allan laugardaginn að hjálpa fólki sem átti í netvandræðum og undirbúa útsláttarkeppnirnar og BOTW, kom HLTV út á netið á sunnudegi og setti upp shoutcast, og það eina sem ég fæ til baka frá mótsgestum er að heyrnatólunum mínum er stolið?!?!

Ef þú ert að lesa þetta, þú sem stalst heyrnatólunum:

Drífðu í að snúa við blaðinu ef þú ætlar að komast í gegnum lífið án þess að enda uppi sem róni á Hlemmi. Það er ekki töff að stela, og sérstaklega ekki þeim sem er að gera þér greiða. Vonandi nýturðu þess svo að hafa eyrnamergsleifarnar utan um eyrun á þér.
hver er þessi vefstjòri og hvað í andskotanum varðar hann um mína undirskrift?