Peningamál - ATH þetta eru allt tölur sem ég eða stjórn gamer tekur enga ábyrgð á.
Mótið sjálft kostaði tæpar 2 milljónir. Maturinn í sjoppuna, pizzurnar, stelpurnar í sjoppunni, strákarnir sem sáu um þrifin, aðrir sem komu nálægt laninu, kerfisstjórinn, gaurinn sem sá um rafmagnið og allt annað staff bara. Svo þurfti að leigja eða kaupa routera, höbba, switcha, snúrur, fjöltengi, rafmagnstöflur, servervélar og miklu miklu miklu fleiri aðra hluti sem mér detta ekki í hug núna.
Húsnæðið er náttúrulega stærsti kostnaðurinn en ég veit ekki hvort ég megi segja nákvæmlega hvað það kostaði mikið. Svo er ljósleiðarinn ekki ókeypis og það var enginn major sponsor á þessu móti sem þýðir að eini peningurinn sem kom inn var það sem spilarar borguðu (held það ætti að ná milljón) og það sem seldist í sjoppunni (ekki hugmynd um hvað mikið kom inn þar, giska á hálfa millu kannski). Þannig að mótið er alveg 10000% ekki í gróða.

AFHVERJU eru þeir þá að þessu??????? ef þeir græða ekkert?

Svarið er einfalt, núna á gamer fulllllt af búnaði og allir adminar eru miiiiiiiklu reyndari. Næsta stórmót (júní 2010) verður sem sagt betra í alla kanta. Kostnaðurinn mun líklega helmingast útaf öllu sem var keypt og þarf ekki að kaupa eða leigja í næsta móti. Þá verður eini kostnaðurinn laun starfsmanna, húsnæðið og kannski einhverjir stórir hlutir sem eru of dýrir til að kaupa og verður að leigja. Þannig að næsta stórmót ætti líklega að koma út í gróða, eða allavega á sléttu. Eftir það ættu öll næstu mót að koma út í gróða, sem þýðir að verð inná mótin gæti alveg verið minnkað og það þýðir einnig að gæði mótsins verða alltaf meiri og meiri. Þetta skrifa ég til að svara Arnari Varg fyrir kommentin hans um að við hugsum bara um gróða. Sko ég skil vel frustrationið þitt Arnar og ég reiddist slatta við að lesa þetta frá þér svo að ég reyndi að klóra eitthvað frá mér en mér er alls ekki illa við þig eða neitt svoleiðis, örugglega fínn gaur eins og flestir sem maður rífst við. Hafa það bara á hreinu.

föstudagur
Ég mæti klukkan 4. Net, rafmagn, fjöltengi, höbbar eru flestir tengdir og klárir í slaginn. Þegar líður á daginn mæta alltaf fleiri og fleiri og ekki tekst að byrja leiki, þá kemur í ljós að 3 servervélar og 1 eða 2 stórir höbbar eru bara dauðir (allt nýtt stöff) svo að allir fara í að redda því.

Þá kemur steam update (klikkar ekki, alltaf update fyrir íslenskt lan) og þá segja net gæjarnir við mig að það hafi skapast “loop” í kerfinu, og það er sem sagt þegar einhver snúra er tengt vitlaust (í vegg eða úr höbb í höbb, eða 2x í sama höbb) eða, eins og í þessu tilfelli, að einhver mætir á lan með bilaða lan snúru. Er ekki að segja að allar bilaðar lansnúrur skapi svona vanda, en greinilega gerar einhverjar það einhvern veginn.

Fólk fór að koma á admin borðið að biðja um nethjálp og hjálp með önnur vandamál og ég benti þeim einfaldlega á að finna einhvern annan vegna þess einfaldlega að ég veit jafn mikið og keppendur um netvandamál og önnur tölvuvandamál. Ég meina ég veit að þúst GeForce 8800 er betra en 7600 en that's about it. Ég var þarna sem admin til að sjá um seeds, skipulag á keppni og basicly bara cs 1,6 mótið sjálft (og source þar sem að eini source admininn var að spila).

Kringum 11 sögðum við öllum að fara að sofa eða whatever og að við hefðum fundið vandann og að þetta yrði komið í lag næsta dag. Basicly var vandinn, fyrir utan þessa biluðu lan snúru, að routerinn var útaf einhverjum ástæðum ekki að höndla allt álagið, og einnig fólk sem fyllti 24 slotta höbb með 22 tölvum, og tengdi svo 6 porta switch í hin 2 portin sem voru svo fylltir af fleiri tölvum, þannig að 24 porta höbbinn var í raun yfirfullur eða með 34 tölvur tengdar í sig.

En allavega þá var skipt um router og eftir 2 um nóttina voru um 100 manns í salnum að leika sér á netinu og þá vissi ég að þetta myndi reddast, enda ekkert nema topp menn að sjá um þetta.

Hvað má bæta?
Næsta huge mót verður haldið í fríviku (páskafrí, sumarfrí, jólafrí). Það gefur adminum tíma til að vera í húsinu alveg viku fyrir og testa alla mögulega galla sem gætu komið upp. Serverarnir voru ekki klárir fyrr en á föstudaginn sjálfan sem er alltof seint en það var bara útaf því að allir (eða amk langflestir) adminar eru í vinnu eða skóla. Ef ég ætti ekki heima á Selfossi eða ef þetta hefði verið frívika þá hefði sætaskipulagið verið algjört win (ekki flokkað svona niður í sections) og fyrir næsta svona stórmót er pælingin að redda 6slám (eins og fatahengisslár í hagkaup) og tjaldi til að hengja á þær. Svo er bara fært slærnar þegar lið sem sjá á skjáina hjá hinu liðinu eru að spila, þá er hægt að hafa salinn svona flokkaðan eftir tölvuleikjum sem hefur sínar góðu hliðar.

Seed kerfið okkar er einfaldlega réttasta kerfið. Sumir vilja hafa þetta riðla og greinar (A1 vs B2 osfrv, svo einfaldlega er þetta sett í tré). Þetta virkar alveg, en gefur alls ekki frá sér réttustu útkomu mótsins, þar sem að B2 getur alveg verið sterkari en E1, eða C3 sterkari en A1. Við sem sagt reiknuðum út hvað hvert lið náði mörgum stigum og round diff í hverjum leik. Eftir það seeduðum við í sæti samkvæmt því og besta liðið mætti alltaf lélegasta liðinu. Ef þú slátraðir riðlinum þínum þá fékkstu beina inngöngu í winnersbracket (vegna þess að 24 lið komust upp þurfti að sitja meira hjá heldur en ef 16 lið hefðu komist upp). Í Winnersbracket mættirðu sem sagt lægst seedaða liðinu sem vann í 16 liða úrslitum. Segjum að CC hefðu náð 2. sæti í sínum riðli og verið seedaðir #5 (ef þú tekur út 1. sætin sem sitja hjá þessa umferð) og mætt einhverju liði sem stóð sig illa í riðlinum og hafi verið seedað sem #12. Í þeim leik stóðu CC sig illa og rétt unnu 19-17 eftir overtime, þá duttu CC niður úr seedi #5 í lægsta mögulega seed liða sem unnu eða seed #8. Þá mætir þú (liðið sem rústaði sínum riðli mest af öllum) CC sem struggluðu riðilinn og fengu semi andstæðinga sem þeir struggluðu einnig gegn. Þér finnst kannski CC of gott lið til að mæta á þessum tímapunkti en málið er að þeir eru búnir að spila það illa á mótinu að það er í raun engum öðrum en þeim að kenna að vera seedaðir svona lágt, og þeir eru tæknilega séð búnir að spila verr en öll hin sigurlið 16 liða úrslita þó að þeir séu taldir vera betri en öll þessi lið.

Þess vegna, Calculon fékkst þú seven í WinnersBracket, þeir voru með gott seed eftir riðilinn eins og CC í þessu dæmi, en þeir unnu 16-14 og fengu þá seed #7 (einhver overtime leikur fékk #8) en þið slátruðuð ykkar leik og fenguð seed #2, og þurftuð því að mæta þeim í næsta leik. Seven voru tæknilega séð að spila verr en #1-#6 og voru þannig séð betri kostur miðað við form en öll hin top6 liðin. Ef við höldum okkur við upprunaleg seed þá missir ALLT bracketið alla merkingu. Með að seeda eftir hverja umferð erum við í raun að gefa riðlunum fáranlega mikið importance, ekki lítið eins og þú og einhverjir aðrir hafa verið að segja. Ég skal útskýra hvernig þetta getur staðist.

ATH eftirfarandi er bara dæmi
Þú ert í seven og færð erfiðan riðil og nærð 1. sæti en missir mörg round, færð seed #6 af 8 riðla sigurvegurum og mætir s.s. #11. Seven eru bestir í cs og rústa þessu #11 seedi 16-0. Eiga þeir þá að halda #6 áfram þrátt fyrir að hafa sýnt að þeir vinna seed #11 stærra heldur en noVa (seed #1) vinna sinn leik gegn seedi #16 (16-6)?? Finnst þér það í alvörunni rétt? Riðlarnir skipta máli þannig að ef þú rústar riðlinum og nærð seedi #2 þá færðu lið sem er seedað #15 og er ekki að standa sig vel á mótinu, og þá ættir þú að vinna þá stærra heldur en seed #6 vinnur gegn seedi #11, nema auðvitað að þú sért í liði sem er að spila verr en seed #6.

Núna er ég þá búinn með pre-lan, kostnað, föstudaginn, seedings og allt sem mér dettur í hug að megi bæta. Núna tek ég laugardaginn, sunnudaginn, aðstandendur mótsins og framtíðarlanplön okkar.

Laugardagur
CS 1,6 byrjaði strax klukkan 12:30 og allt gekk vel fyrir utan að það var cl_flushentity á sumum serverum, það var vegna þess að einhverjar servervélar voru að spikea (dno how, dno why). Það voru 3-4 lið sem töluðu um þetta við mig, ekki fleiri sem betur fer. Annars gekk allt eðlilega í 1,6 … starcraft og cod með eldri, reyndari og þroskaðari spilurum sáu alveg um sig sjálf, cod voru búnir að gera brackets í paint og posta á esports og sáu alveg um sig sjálfir og kvörtuðu aldrei útaf neinu og bara voru magnaðir. Ég vill hrósa þeim og þakka þeim fyrir að vera bara bestir. Source var hins vegar mjöööög hægur á laugardaginn. Serverarnir voru eitthvað að klikka en dezegno er ekki reyndur á source servera, Danni BMP var vant við látinn þesa helgi en Garðar Gamer_Admin hafði talað við hann og Danni sagði s.s. að hann kæmist ekki þessa helgi, þannig að já dezegno reddaði source serverunum og fyrir utan þessi tick vandamál sem voru löguð þá tókst það alveg frábærlega hjá honum og þið sourcarar ættuð allir að þakka honum fyrir þetta ótrúlega framtak. Þegar source var kominn í fullt gang kl. 2 komu upp örfá vandamál. Eini gallinn var að sum liðin voru eitthvað fáranlega treg í hausnum. Það tók alveg hálftíma að byrja leiki sem voru svo í fokking 1 klukkutíma því að gameplayið er svo hægt greinilega. Samt voru öll úrslitin 16-1, 16-0, 16-2.

Um klukkan 4 voru flest 1,6 lið búin með riðlaleikina sína, en þá voru 2 riðlar mjög langt eftirá. eShock og nickname lentu í veseni vegna russian walk (duckjump) og það fór meira en einn og hálfur klukkutími í að redda því veseni, svo var það annar riðill sem var útaf því að höbb dó bara, það tók klukkutíma að redda nýjum höbb og annan hálftíma að koma riðlinum aftur í gang. Þarna töpuðust svona 2-3 tímar og voru nokkur lið pirruð útaf biðinni frá 4-8/9 (fer eftir hvort þú varst í 1 eða 2. sæti). Við cs adminar leystum þetta eins hratt og mögulega var hægt en svona hlutir eru nú aðallega á ábyrgð liðanna, sum lið ákvaðu að hverfa í nokkra tíma þegar þau áttu að vera að spila og það er í raun á ábyrgð liðanna sjálfra en ekki admina sem hafa nóg annað að gera! Allavega blessaðist þetta allt og klukkan 20:00 byrjuðu brackets, en í upprunalega planinu (fyrir lanið) var planið að byrja brackets klukkan 17:30. Hérna vorum við sem sagt búnir að tapa í allt 2 og hálfum tíma, sem er nú þokkalega gott miðað við engan leik föstudagskvöldið. Nokkrir brackets leikir voru spilaðir um kvöldið svo og um 24-01:00 voru allir brackets leikir búnir en Best of the Worst liðin spiluðu alveg til 02-03 um nóttina. Laugardagsnóttina var ljóst að mótið hafði reddast 100% og adminar fengu loksins langþráðan svefn. Game Tíví ákvaðu að vera retarded og komu kl 9 um morgun á sunnudegi. HVER GERIR ÞAÐ??? .. þeir ætluðu að koma á mótið og Garðar hafði sagt þeim að koma um föstudagskvöld, á laugardag eða kvöld og á sunnudag. En já, þeir semsagt komu klukkan 9-10 á sunnudegi og tóku einhverjar myndir og fóru, enginn admin var vakandi eða á staðnum held ég og við fengum að vita þetta gegnum eina Gamer stelpuna sem var í sjoppunni.

Í source var spilað allan daginn og síðustu leikir í riðlum kláruðust klukkan 22-23. Það er vegna þess að klukkan 19 höfðu 2-3 lið klárað alla leikina sína en það voru önnur 2-3 lið sem höfðu bara spilað 2 leiki af 5. Ég sagði þá við þessi lið sem voru búin að þau mættu fara heim þangað til daginn eftir. Brackets hefðu byrjað í source um kvöldið en það failaði útaf þessu, ég gat varla haldið liðum hérna í 4-5 tíma án þess að þau ættu leik þegar klukkan er orðin 19.

sunnudagur
Besti landagur sem ég hef upplifað. Þori að fara langleiðina með að segja að þetta sé besti LAN dagur í íslenskri sögu. Allir í leikir í öllum keppnum gengu áfram eins og smurð vél og ég, gaulzi, jozy og dezegno hömuðumst við að seeda og skrá inn úrslit og leysa ýmis vandamál, eins og config check, spec hltv fyrir duckjump, server crash, einhver restartaði óvart, rangar stillingar á serverum, lið A sá að skjá hjá liði B o.s.frv. Svo mættu meistararnir deluxs og fixer og voru með shoutcast en gaulzi, dezegno og gunnar netkall redduðu HLTV út og shoutcastinu. Þannig að fólk að heiman gat speccað alveg yfir 10 leiki í allt og það var shoutcastað held ég 3 eða 4 þeirra. CS var búið klukkan 18/19 en Seven sigruðu með svakalegu comebacki eftir 16-5 tap gegn nova. CS endaði sem sagt 2-3 tímum eftir áætlun sem verður að teljast svakalegt afrek þar sem að við misstum alveg 5 klukkutíma á föstudaginn. Source hinsvegar kláraðist 23 en við ætluðum að breyta double elim í single elim en eftir að hafa talað við öll source liðin ákvaðum við í sameiningu að halda double elim og spila til ,,8 eða 9", sem lengdist svo alltaf því að lið voru þroskaheft að koma leikjum af stað og núna voru leikirnir byrjaðir að fara 16-10, 16-11 en ekki 16-0, 16-1 svo að í staðinn fyrir 1 klst var það 1 og hálf klst fyrir hvern leik. Allavega fór ég þegar myth, tct og mod.ice voru eftir og allt stefndi í að tct myndi koma úr losersbracket til að spila til úrslita við mod.ice, ég er ekki viss um hvernig þessu hafi lokið en ég heeeld að mod.ice hafi unnið fyrsta map gegn tct í úrslitaleiknum, EN EG ER EKKI VISS

Aðstandendur mótsins og framtíðarplön

AÐALMAÐURINN
Garðar, GAMER_ADMIN. Hann er að borga mótið, hann er að redda ÖLLUM dílum, öllu starfsfólki og er einnig að sjá um fullt af þessu sjálfur. Ótrúlegur karakter, er aldrei kyrr að gera ekkert eða leika sér, svaf svona 8 tíma frá miðv. að laugardagsnóttu til að redda öllu í sambandi við mótið, leyfum frá lögreglu, samningum við hróa, sambíó, húsnæðiseigendur og bara svo mikið annað sem mér og ykkur dettur ekki einu sinni í hug. Þessi maður á allan heiður af þessu móti, og hann er líka að fara að borga öllum sem komu að mótinu, hversu ótrúlegt er það????

SJOPPAN
Stelpurnar í sjoppunni og konan sem ég veit ekki hver er voru flottar og frábærar, hjálpuðu til við innskráningu leikmanna og þrif. Þetta voru sem sagt kærasta Garðars og vinkonur hennar held ég.

ÞRIF
Strákarnir sem sáu um að taka flöskur og ruslið gerðu það vel og það virtist á tímapunkti aldrei hafa verið neitt lan í þessu húsi þegar þeir voru búnir að taka allt til. En þetta voru sem sagt bróðir Garðars og einhverjir félagar hans.

NET
Gunnar var aðalmaðurinn með netið, hann sá alveg um það og vann mjög vel og mikið að því og var alltaf aðgengilegur, þangað til auðvitað á laugardagsnóttu þar sem hann fékk loksins svefn, en þá hafði hann fixað öll möguleg vandamál. Topp maður þar á ferð. Einnig var Garðar mikið í netstússi og örugglega einhverjir aðrir sem ég veit ekkert um

SERVERAR
Vilhjálmur dezegno var með umsjón yfir serverunum og hltvum og bara fullt af öðru dóti og hann stóð sig mjög vel þar. Fékk einhverja hjálp frá Gunnari allavega og örugglega einhverjum fleirum sem ég veit ekki um.

RAFMAGN OG ALL-AROUND
Þar var gráhærði karlinn með gleraugun fremstur í flokki ásamt Garðari og einhverjum vinum hans sem voru í svona í rafmagninu og svona all-around verkum. Einnig Oliver (held að hann heiti það) sem var að hjálpa til við allt. Einnig var hérna Sverrir “Commi” alltaf í serverherberginu, hann var alveg örugglega að hjálpa til við servera og net og eitthvað, en ég var aldrei í því herbergi svo að ég hef ekki grænan um hver gerði hvað þar. Einnig held ég að eth hafi reddað einhverjum servervélum og líklega hjálpað við eitthvað í þeim dúr.

COD
Spilararnir sáu um sig, frábærlega vel gert hjá þeim. Besti hópur keppenda sem adminar geta óskað sér.

CS:SOURCE
Því miður var kruzer eini source admininn en hann var að spila með Ministry.ICE og hafði því lítinn tíma, en þau mál sem hann þurfti að leysa leysti hann með sóma þrátt fyrir ein mistök sem var samt nokkurn veginn reddað. Annars var ég að sjá um source keppnina, og Best of the Worst gæjarnir voru líka mjög duglegir að sjá um þá keppni alveg sjálfir nánast.

CS 1,6
Gaulzi var maðurinn bakvið alla síðuna (10.0.0.21) sem var uppistaða alls mótsins. Gaulzi var þannig séð maður lansins að því leiti að allt upplýsingastreymi kom frá síðunni sem hann bjó til og uppfærði án afláts. Hann var einnig að hjálpa til við fulllllt af hlutum og ég myndi tilnefna hann og Garðar sem menn mótsins en þeir voru potturinn og pannan í öllu sem var í gangi. Jozy stóð sig frábærlega með sinn of stóra heila og Villi dezegno var líka snillingur í að leysa hin ýmsu vandamál þegar hann var ekki upptekinn í servermálum. Deluxs og Fixer sáu um fyndnasta shoutcast síðustu ára og Gaulzi kom því á lappirnar. Ég var náttúrulega að sinna mínu hlutverki rétt eins og allir aðrir og hafði aldrei tíma til að leika mér fyrir utan föstudagsnóttina og á föstudaginn frá 4-6 meðan allt var að komast í gang.

TAKK FYRIR LANIÐ, vona að einhver hafi lagt það á sig að lesa þetta, ég byrjaði að skrifa þessa frétt klukkan 09:20 or some, 1 og hálfur tími!!!! 2bad að það er enginn áfengi sem krefst masters ritgerðar um lanmót.