Allt kom í lag um 1-2 í nótt. Vandinn var að einhver sourcari eða codari var með gallaða netsnúru eða eitthvað álíka sem eyðilagði greinilega eitthvað með nettenginguna eða eitthvað.

Það er allavega búið að laga það og dreyfa netálaginu á 2 routera í staðinn fyrir 1. Failið var sem sagt ekki af hálfu admina heldur af hálfu snillingsins sem mætti með gallaða lansnúru á lanið.

Á síðasta gamer lani var vandinn einmitt að einhver snillingur tengdi snúru úr 1 höbb í annan, sem skapaði svipaðan vanda og var á þessu lani. Allavega þá byrjar þetta allt á morgun um 11-12 þegar fólk mætir á lanið.

Adminar hafa verið að vinna hörðum höndum hérna og þökk sé vinnusemi þeirra getur þetta lan orðið að veruleika á morgun! Núna er u.þ.b. 100 manns á netinu að scrimma og leika sér í ýmsum leikjum og allt er í fínasta lagi.

Við viljum biðjast velvirðingar á þessum vandamálum en þið verðið að gera ykkur grein fyrir að þetta var algjörlega úr höndum admina, eina leiðin til að komast hjá svona vandamálum er að við séum búnir að plögga netsnúrum fyrir alla keppendur og búnir að tengja þá rétt í alla höbbana/switchana sjálfir, sem er því miður mjög óraunhæft hvað varðar tímaeyðslu og kostnað.