Nú er klukkan 22:15 og enn er enginn leikur byrjaður. Húsið var byrjað að fyllast klukkan 4 og ljóst að mikil eftirvænting var fyrir þetta riiiisastóra lan.

Í gærkvöld var allt klárt og netið virkaði 100% og öll borð og stólar og annað var klárt. Lið komu sér fyrir í dag og allt virtist ætla að ganga smooth en svo kom í ljós að það var steam update og að einhver spilari virtist vera að orsaka “loop” í kerfinu og samblandan af því gerði það að verkum að mótið er ekki ennþá hafið.

Núna vitum við ekkert um stöðuna en við vonumst til að sjá a.m.k. eina umferð spilast fyrir 1.

Þetta var ófyrirsjáanlegt (eftir því sem mér er sagt) en rafmagnið er ekki enn búið að klikka alvarlega og allt virðist vera alveg í góðu lagi fyrir utan netið og lanið.

Bætt við 5. febrúar 2010 - 23:48
Keppni á að hefjast á morgun kl 11. Ef það klikkar þá bara obbosí