Um helgina vorum við félagarnir með smá lan (nettengdir) og ákváðum að skella okkur í CS á simnet-B serverinn. Við áttum góðar stundir saman við að drepa vondu kallana þangað til að það kom eitthvað fífl inná serverinn sem notaði nikkið Desperado og fór að drulla yfir okkur strákana og aðra saklausa CS spilara og fór að kalla okkur svo dæmi sé tekið: nörda, lúða, aumingja, fífl svo lengi mætti telja. En honum fannst það ekki nóg og fór að teamkilla í hverju roundi s.s. keypti sér pöru eða haglara og fór bara að rústa liðinu sínu um leið og roundið byrjaði.(og ef hann var ekki að láta eins og versti mongólíti var hann bara AFK og enginn gerði neitt). Ég og vinir mínir héldum stanslaust áfram að biðja fólk með okkur á servernum að vote-kicka honum út en eina sem það gerði var að segja honum að fara eða sögðu honum að hætta þessu (annaðhvort fannst því ekkert að þessu eða kunni bara ekkert á console). þessi Desperado var bara svo mikið fífl að hann fór ekki af servernum og hélt þessu bara áfram. það voru meira að segja háttvirtir CS spilarar í leiknum t.d. einn love gaur nefari og aðrir sem mér finnst að ættu að vera búnir að læra á console, en enginn hjálpaði okkur að kicka honum út og naut hann þess bara að teamkilla okkur í hvert skipti sem nýtt round byrjaði). loka scorið hans var -11(og það hefði verið meira hefðum við ekki tekið okkur til á tímabili og drepið hann áður en hann myndi dræpi okkur í byrjun roundsins), og það fannst engum neitt athugavert við það … mér finnst að það ætti að autokicka þeim sem fara langt í mínus því þeirra takmark er aðeins eitt, það að gera saklausum CS spilurum lífið leitt með teamkilling og eyðileggja leikinn. Og svo finnst mér líka að CS samfélagið s.s. þeir sem voru inná servernum ættu að hafa hjálpað okkur við að vote-kicka honum út svo hann myndi hætta þessum stælum. Svo var kannski ástæðan sú að það var ekkert gert í þessu, var vegna þess að CT-arnir voru að græða helling á þessu ;)
Það getur valdið slímhúðarbólgum að taka í nefið eða vörina.