Hvíta húsið á Selfossi við Hrísmýri 6 (áður en þú kemur að brúnni) ætlar að halda lanmót í CS 1,6 þessa helgi. Sá sem stjórnar þessu er Dagur Hilmarsson sem sá um Suðurlandsskjálftann 2002 á Stokkseyri.

Föstudaginn 26. verður Eftirskjálftinn - Part 1
Þar sem sunnlendingar á öllum aldri koma saman og spila alla helstu LAN leikina.

Staðsetning: Hvítahúsið á Selfossi

Keppt verður í Counter Strike og verða vegleg verðlaun í boði.

Nægur frjáls tími verður fyrir fólk að spila aðra uppáhalds leiki - ef stemning verður fyrir öðrum undir-keppnum verður það skoðað.

Eftirskjálftinn verður haldinn með þeim fyrirvara að lágmarki 80-90 manns staðfesti þátttöku fyrir fimmtudaginn kl. 16:00.

Þátttökugjald verður 2500 kr.

Skráning er bindandi.

Við hvetjum alla sunnlendinga sem hafa áhuga að skrá sig - því ef þetta tekst vel til - þá verður enn stærra mót haldið í haust/vetur!

Suðurlandsskjálftinn var haldinn á Eyrarbakka árið 2002 þar sem 100 manns komu saman og kepptu í Counter Strike. og var

Nánari upplýsingar á leiðinni.

hvita@hvita.is

http://www.facebook.com/event.php?sid=f2b0b6b3b4cc1ba09a8857765838261c&eid=97161587982&ref=search

Koma svo og skrá sig! Ef þetta gengur að óskum þá verða haldin fleiri mót þarna, topp aðstaða með frábæru hljóðkerfi og 5 skjávarpa. Þetta er stór sportbar/skemmtistaður fyrir þá sem vissu það ekki

Bætt við 23. júní 2009 - 22:37
Það er pláss fyrir u.þ.b. 100 manns eða 20 lið!