Daginn. Fyrir svolitlu var Ívan minnir mig að spá að halda árgangsmót í cs. Mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd og ætti að reyna að fá fólk sem er inní cs heiminum í dag til að stýra svona móti. Þetta er held ég eitthvað sem allir hefðu áhuga á og hefðu gaman af að sjá hver yrði sterkasti árgangurinn.

Ég er með hugmynd um að allir þeim sem vildu gætu spilað í þessu móti. Hægt var t.d að skrá sig á einhverja heimasíðu þar sem fram þyrfti að taka fram nick í cs, kennitölu og hve lengi einstaklingurinn væri búinn að spila. Svo myndu þeir sem væru fæddir sama ár vera saman í liði. Adminar sjá um að gefa hverjum og einum seed frá einum niðrí x og þeir sem væru taldir bestir yrðu saman eða þess vegna randomað liðunum. Keppt yrði fyrst innbyrgðis um hvaða lið í tiltekna árgangi væri best og svo myndu árgangarnir spila á móti hvor öðrum.

Þetta þyrfti nátturlega ekkert að vera svona. Það væri bara hægt að fá einhverja nokkra til að velja þá bestu í hverjum árgang. Mér finnst hinsvegar sniðugara að leifa öllum að vera með og nátturlega miklu skemmtilegra fyrir alla sem vilja taka þátt.

Vonandi er einhver til í að taka þetta að sér og hægt yrði örugglega að tala við einhverja sem hafa forráð yfir innlendri esports síðu til að taka skráningardæmið að sér.
[02:20] <@ee_xeroz> mamma fékk einusinni jólakort frá ömmu ég skeindi mér með þvi og henti því