Þegar ég er með WinXP inni þá finnst mér músin vera eitthvað öðruvísi en í Win2k. Ég er búinn að setja -noforcemparms og -noforcemaccel, ég er búinn að prófa þrjár mismunandi mýs, 2 mism. móðurborð og þetta kemur alltaf svona ss. þegar maður hreyfir músina mjög hægt þá hreyfist maður ekkert í CS. Ég náði í WingMan músa drivera og setti MouseAcceleration í LOW úr NONE og þá er þetta komið í lag. Samt er sensitivið eitthvað öðruvísi. En maður verður víst bara að venjast því…eða hvað ??Er einhver sem hefur lent í þessu eða veit eitthvað ??