Ég vill fá að athuga áhugan á sölu á leikjaþjónum sem ég kem til með að byrja bjóða uppá eftir 1-2 mánuði.
Leikjaþjónanir eru ekki komnir með neitt fast verð enda er það bara metið að hverju sinni eftir (slots, tickrate og öðru).
Enn áður enn ég fer út í þetta vill ég athuga áhugan þar sem ég þarf að standa fyrir kostnaði og af fullt af búnaði og tilþess að þetta gangi upp þarf ég góðan áhuga á þessu.

Sem dæmi, vélin sem mun vera notuð undir þetta kostar um 640þúsund krónur og þá á eftir að spilast inní hýsingin af henni og fleiri hlutir.

Mun vera boðið uppá flest alla online leiki sem til eru. Allur búnaður mun vera hýstur á tveim 100mb/s innanlands og vera í góðum sal(kælingar, aukarafall o.fl).

Einnig mun vera gott gamepanel þar sem notendur geta stjórnað sýnum leikjaþjónum sjálfir!


Ef einhver hefur spurningu sem hann vill vita svarið við ekki hika að spyrja hér fyrir neðan og ég svara.


Hvað haldið þið áhugi?

Ef áhuginn er nægur þá verður þetta að veruleika eftir um 1-2 mánuð.


Ég gæti ef til vill hent inn litlu pöntunarferli svona til að sjá áhugan bara til að það sé betra að halda utan um það hversu margir myndu örugglega kaupa, þar væri einnig listi fyrir alla þá leiki sem væri boðið uppá