Ef einhver segir við þig að gera skipun í “cmd” glugganum þínum (Command Promt) þá er EKKI sniðugt að framkvæma þá skipun nema þú treystir viðkomandi mjög vel.

Sérstaklega ber að varast skipunina “RD C:” - EKKI framkvæma þessa skipun.

Ef þið af einhverjum æðislegum ástæðum framkvæmið þessa skipun þá þurfið þið að loka glugganum strax, passa að vera ekki að setja inn ný gögn á diskinn og sækja ykkur file recovery forrit, sem þið getið fengið hjá mér.

Bætt við 10. febrúar 2009 - 17:21
Með öðrum orðum þá eru gögn sem þú eyðir ekki horfin, þau eru bara “unlinkuð” við OSið.

Svo lengi sem þú ert ekki að setja inn ný gögn eða breyta gögnum þá getur þú náð í flest öll gögnin aftur.

Því fyrr sem þú nærð í gögnin því meiri líkur eru á að þau verði óskemmd.