Heyrið, ég var að ná í beta 2.0 og byrja að spila að í gær. Ég er búinn að spila DoD í dálítinn tíma og var að spá í hvað ykkur þætti um stærð íslensku serveranna. Allavega, eins og ég sagði, byrjaði ég að spila beta 2.0 í gær og tók eftir því að það var þó nokkuð lagg á servernum, ég var spá í hvort að þetta væri bara modið sjálft eða hvort að það væri út af því hversu stór serverinn er (inni á skjalfti12 geta verið 24). Ef þetta er bara betan sem er svona lögguð þá er auðvitað ekki hægt að gera neitt í því fyrr en þeir gefa út frá sér nýja en ef þetta er földi spilara á servernum, finnst ykkur að það ætti að fækka niður í 16 eða eitthvað þannig? Það var vel gaman að spila á móti svona mörgum (gerði þetta bara raunverulegra) en það var bara alltaf að hiksta hjá manni. Hvað finnst ykkur að ætti að gera?