Bara til að leiðrétta þá/þann sem halda öðruvísi. Það er bara EINN Admin á Simnet HL serverunum og það er ég (zlave). Þeir sem hafa rcon réttindi eru bara rcon rétthafar, engir adminar. Þessir aðilar eru með rcon til að geta framfylgt þeim reglum sem ég set hverju sinni. Þessar reglur byggjast velflestar á almennri skynsemi og réttlæti. Aðal krafan er sú að menn hagi sér skikkanlega og séu ekki að rífa kjaft eða svindla.

Að spila á server og gera ekkert annað en að rífa kjaft í þeim sem eru með rcon og ásaka þá um að vera svindlara er út í hött.

Setningar eins og þessi, “ad vera admin er vatakklatt starf….en flestir admin eru mestu svindlararnir”, eru vægast sagt barnalegar.

Er ég þekktur svindlari ?, MurK'zt0rm svindlari ? síðast þegar ég vissi nei, MurK'Metzen svindlari ? held ekki.

Ég gæti talið fleiri upp sem hafa lent í veseni með gaura sem eru svo klikkaðir og vænisjúkir að halda að allir þeir sem skjóta þá niður séu svindlarar en ég geri það ekki.


Í dag eru svindlvarnir á serverunum sem svínvirka, ég hef ekki enn orðið var við að menn séu að komast framhjá þeim eftir síðustu uppfærslu. Þegar þið fá skilaboð um að einhver sé að svindla og viðkomandi “left the game” þá er það vegna þess að honum var kickað og bannaður.

Annað mál, í guðana bænum hættið að væla í mér um rcon á serverana. Ef þið eigið að fá rcon þá mun ég hafa samband ekki öfugt.

Laggið undanfarið er staðfest ekki af völdum serveranna né vélanna sem þá keyra.

Meira var það ekki í bili, þó eflaust mætti endalaust bæta við.

zlave.