Þennan kork geri ég vegna þess að ég hef verið að lesa greinina um val á Rcon og ég hef ekki verið sáttur við umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið.
Ég ætla að byrja á að segja að ég sótti um, að gamni mínu, bara til að geta sagt að ég hafi gert það. Ég tel mig ekki hæfari eða óhæfari en hver annar til að gegna þessari stöðu, en ég vil gjarnan hafa á hreinu á hvaða forsendum rcon er valinn og hverjir rökstyðja valið.

Þess vegna væri gaman ef hægt verði að sjá hvenær viðkomandi sótti um, skoða umsóknina og gagnrýni á hana.

Fyrir þá sem eru undir 18 ára aldri væri nóg að segja að þeir hafi ekki aldur til að vera rcon, fyrir þá sem eru eldri, þá verði þeir látnir vita að allar upplýsingar sem frá þeim komi verði birtar ásamt gagnrýni þeirra sem sjái um að velja rcon.

Þannig verður hægt að forðast umræðu eins og hefur myndast hérna, þar sem ásakanir og dylgjur um klíkuskap tröllríða umræðunni og skemma möguleika á skynsamlegum athugasemdum.

Gagnsæi er lykilorðið, skýrar kröfur og staðið sé við þær er mikilvægt og sanngirni í garð þeirra sem sækja um. Ekki bara “Mér finnst” og “ZiriuZ ræður”. Óeigingjarnt starf er ekki nægjanleg ástæða til að einn maður ráði öllu og sé yfir alla gagnrýni hafinn. Hinsvegar á hann ekki heldur að þurfa að liggja undir ámæli vegna tengsla sinna við ákveðna aðila og þá sem valdir eru, vegna þess eins að hann þekkir þá. Ástæður þess að þessir einstaklingar eru valdir, eiga að koma fram skýrt og skorinort og það má síðan rökræða um þessar ástæður fram og til baka, en ekki bara um tengsl þeirra sem velja í stöðurnar við einstaklinganna sem valdir eru.

P.s. Ég er ekki ZiriuZ fanboy eins og Zinelf, en ég vil engu að síður að hann njóti réttmælis fyrir það starf sem hann er að reyna að vinna fyrir cs samfélögin á Íslandi.