Fyrir nokkrum árum síðan var landslið í Counter Strike:Source stofnað og vegnaði vel í fjölmörgum keppnum og voru meðlimir frá öllum áttum og hæfileikaríkustu spilarar landsins að hverju sinni. Landsliðið hætti allri starfsemi vegna anna hjá fjölmörgum spilurum. Eftir fjölmargar fyrirspurnir í gegnum árin hefur verið ákveðið að hefja leikar á ný.

Landsliðið.css hefur sett upp sér vefsvæði hér á eSports.is og þegar fram í sækir, þá kemur til með að vera sett upp sér heimasíða og þá undir t.a.m. nafn.esports.is. Ísland á fjölmarga góða spilara og yrðum fljótt að fylla upp í meðlimalistann og þess vegna er nauðsynlegt að leyfa sem flestum að njóta sín. Landsliðið verður þannig uppbyggt líkt og síðast að skipt er í þrjá styrkleika flokka, þ.e. A, B og C team.

Landsliðið er þá þannig sett upp:

A - er besta liðið okkar og er að keppa í Cup og sterkari mótum.

B - Keppir í ladder og minni mótum.

C - Eru þeir sem þurfa sýna sig og sanna og eru ekki í neinum mótum nema að keppa við A og B og eins í íslenskum og erlendum scrimmum.

Stefnan er að hafa um 20 manns í C deild og jafnvel fleiri ef góðar undirtektir eru.

Landsliðið hefur það markmið að halda úti reglulegum æfingum, æfa og þróa skipulag og tækni og taka þátt í keppnum. Eins er það keppikefli að stuðla að aukinni þekkingu á CS:Source spilun og efla raun Css menninguna í heild sinni.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í landsliðið og er öllum frjálst að sækja um, en það eina sem við viljum er að menn komi til með að sýna 100 % áhuga á starfinu í landsliðinu.

Ég vil enda á því með að kynna fyrirliða A-Team en það er hann bj0ggi, sem margir hverjir ættu að þekkja, en hann er t.a.m. leader í Catalyst Gaming og hefur verið það lengi vel. bj0ggi er ekki ókunnugur landsliðinu í Counter Strike:Source en hann skipaði sæti í landsliðinu fyrir nokkrum árum og stóð sig mjög vel og þeir sem þekkja til hans, þá er hann bannvænn með græna töfraprikið (Awp).

Bjóðum bj0gga velkominn til starfa og ég efast ekki um að metnaðurinn verður mikill hjá kappanum, enda góður spilari þar á ferð.

Vefsvæði css landsliðsins:
http://www.esports.is/index.php?showforum=111