Það hefur verið frekar mikið talað um það hérna á huga.is undanfarnar vikur og daga um lítil klön sem komast ekki langt. Ég er einn af stofnendum lítils klans sem er kallað, [.KISS.].

En hvað með það..

Um daginn til að halda klaninu almennilega á róli þá sameinaðist [.KISS.] klani sem nefnist OG$. Síðan urðu þessir OG$ aðilar sameinaðs klans, fóru eigi eftir fyrirmælum, brutu reglur klansins í svokölluðum skrimmum.

Þeir urðu gerðir brottvísir úr klaninu, en að vísu of harkalega af einum ónefndum aðila hérna. Þetta líkaði þeim ekki, fyrrum meðlimir og tóku yfir(takeover) allar rásir klansins, s.s ONLY rásina og OFFICIAL rásina, og rifu kjaft við okkur meðlimi klansins mjög mikið. Þar á meðal settu þeir topic á rásina að klanið suckaði og margt frameftir þeim götunum.

Þetta finnst mér að eigi ekki að fá að líðast svo að lítil klön geti sprottið úr grasi.

Endilega setjið ykkur í okkar spor og segið hvað ykkur finnst.

Fyrir hönd [.KISS.]

[.KISS.]d34d
What I believe is a process rather than a finality. Finalities are for gods and governments, not for the human intellect. - Emma Goldman