Enn og aftur er ég að skipta mér af dod lífinu þar sem ég er ekki með netið “VÆL ALERT” þ.e kemst ekki á netið en kemst á netið hjá vini mínum á sömu tölvu og módemi. Ég er búin að athuga allt þ.e snúrurnar módem uppstillingar og hubb þetta virkar allt fínt og ég fæ reply frá módeminu þegar ég pinga það, en samt vilja þessir “hjálpa” kallar hjá simnet halda því fram að það sé eitthvað að hjá mér. Nú er ég að fara að leggja þetta niður bara :( “VÆL ALERT ENDS” En mig langar að deila hugmynd sem ég fékk heima við spilun dods við botta, þ.e í mötsum gæti verið skemmtilegra að setja upp serverinn þannig: 1) mp_respawntime 120 þá kemur reinforcement á 2.00 min fresti sem stuðlar að meiri samvinnu því ef allir allies eru dauðir og bíða eftir respawni og ein eða tveir axis eru eftir þá geta þeir auðveldlega náð öllum flöggunum. Þannig að liðin myndu hugsa sig um áður en þau vaða áfram. 2) sv_deathmsg 0 sem tekur af textan sem sýnir hverjir eru skotnir og hverjir ekki. Það gerir þetta meira “realistic” en samt bara hugmynd.<br><br>————————–
Við munum aldrei vita hina réttu leið,
Aðeins þá bestu.
————————–
-Crusader-