Endalaust fyndið þykir mér hversu margir góðir menn eru úi vandræðum um þessar mundir út af nýju Anti Cheat græjunni sem er á flestum íslensku serverunum í dag.. fyrir nokkrum dögum mátti lesa harðorðar greinar manna eins og Pikachu í garð þessarar græju þar sem þeir lýstu því yfir að þetta væri eintómt “bullcrap” og að þetta virkaði ekki eins og ætti að að gera.

þvílíkt kjaftæði.

Það er enginn að ásaka þessa menn um svindl. Græjan er búin að finna fæl í tölvunni hjá þessum spilurum sem á ekki að vera þarna inn á og er aðeins notaður þegar verið er að breyta leiknum á ólöglegann hátt.

Í þokkabót var þessi Anti Cheat græja prófuð mjööög lengi áður en fólk fór að nota hana til að forðast akkurat svona leiðindi, ef það á skyndilega að afbanna menn eins og Pikachu og De@gle gaurinn þá hreinlega verður að að afbanna alla hina og hætta að nota græjuna því þá er strax búið að lýsa því yfir að hún se´ekki traustsinns verð.


Ef fólk dánlódar svindlum, þó það sé ekki nema til þess að prófa þau, þá eru þeir að svindla, og verða að taka ábyrgð á gjörðum sínum, Anti Cheat græjan lýgur EKKI, hún ákveður ekki að banna einhvern nema að ákveðnir fælar finnist, ef fælarnir finnast eru menn svindlara, svo einfalt er það.