Nú er komið að undanúrslitunum og sætaleikjunum í eSports onlinemótinu. Í sætaleikjunum mæta Ninth Hogwarts mönnum í De_Cpl_Fire á meðan GeaRed-Up fá sigur gegn RuGaming sem eru hættir. ÞESSIR LEIKIR VERÐA AÐ SPILAST FYRIR 20. maí!

Sætaleikir – De_Cpl_Fire - 20. maí

Ninth - Hogwarts
RuGaming - GeaRed-Up 0-16 (forfeit)

Ninth komust upp úr riðli sínum ásamt FMiF á kostnað SharpWires sem hættu og extreme Edge sem hétu þó duality í fyrsta leiknum. Svo lentu þeir gegn New Tactics sem voru áberandi ofjarlar Ninth manna en ég hef fulla trú á því að þeir rúlli Hogwarts upp. GeaRed-Up komust upp úr sínum riðli án þess að spila leik enda fengu þeir sigur gegn ha$te og caution á forfeiti og töpuðu fyrir New Tactics einmitt með forfeiti. Til gamans má geta að þeir duttu úr 8 liða úrslitunum eftir forfeit gegn FMiF. Svona hegðun lýðum við ekki og GeaRed fá ekki að spila á eSports onlinemótum sem verða á næstunni.

Svo eru undanúrslitin en þar er spennan í hámarki. New Tactics og Got0wned? mætast og í hinum undanúrslita leiknum eiga FMiF að spila gegn cc. Þessir leikir verða einnig í De_Cpl_Fire og verða að spilast fyrir 20. maí. CC komust upp úr sínum riðli

Undanúrslit – De_Cpl_Fire - 20. maí

New Tactics - Got0wned?
cc - FMiF

New Tactics rústuðu sínum riðli en þeir fengu forfeit gegn ha$te og GeaRed-Up og unnu Caution örugglega í prodigy. Svo fóru þeir illa með Ninth í 8 liða úrslitunum og núna mæta þeir Got0wned? sem hafa verið að gera mjög góða hluti í báðum onlinemótunum sem þeir eru í. Got0wned? komust upp úr sínum riðli með 3 sigra af 3 gegn cc, vMo og Bangbus og svo sigruðu þeir Hogwarts í umdeildum leik í 8 liða úrslitunum 16-11. CC töpuðu fyrir Got0wned? en sigruðu Bangbus og vMo í sínum riðli. Svo fengu þeir RuGaming í 8 liða úrslitum en Ru voru því miður hættir svo að nú eiga cc leik gegn sterku liði FMiF sem er enn taplaust eftir sigra gegn extreme Edge, ninth, geaRed-Up og sharpWires.

Endilega segið ykkar álit.


Vill benda ykkur á að vera á #esports.is á ircinu og endilega segið ykkar álit á þessu móti og spáiði leikjunum á fréttinni okkar á esports.is en hér er beinn linkur á hana: http://www.esports.is/index.php?showtopic=4077