Annað viðtal frá mér og Markúsi formann félags íslenskumælandi ungmenna. Fyrra viðtalið var tekið á góðu nótunum og þökkum ykkur fyrir það. Og við viljum Afsaka biðina.

Sæll romiM

Hvernig var æskan þín?
Hún var fín

Gekk þér vel í skóla?
Jáá

Ertu enn í skóla?
Neibb, var að hætta er að flytja til eyja og verð í skóla þar.

Hvað hefurðu spilað CS lengi?
Alltof fkn lengi á allavega Skjálftaboli árið 2000.

Hvað kom til að þú byrjaðir í CS?
Var í kringlunni eitthvað að slæpast og félagi minn tók mig í gamedoom og við keyptum leikinn eftr að spilað.

Hvernig Tónlist hlustaru á?
Allt eigilega aðallega hip-hop

Hvað er lélegasta clanið hér á klakanum?

ég þekki bara örfáa hér á landi, mér finnst þessir Hogwarts gaurar engir snillingar og þessir jamaica frekar hallærislegir.

Hvað ertu gamall?
Ég er 20 ára.

Hvernig er staða mála hjá seven nú til dags?
Við erum ekkert alltof mikið í Cs spilum mjög mikið quake og HALO & Fifa. Myndu koma á lanmót myndum við A liðinu okkur á það.

Hefurðu skrifað áritun?
Eitthvað svona bara á skjálfta en ekkert alvöru dæmi, bara á músamottur.

Hver hefur haft mest áhrif á þig í lífinu?
Critical, hann er örugglega ástæðan fyrir því að ég sé svona reiður persónuleiki.

Hvað er fallegasta fragg sem þú hefur að höndum þínum lagt?
Vá.. örugglega eitthvað double kill á móti danmörku í train eða eitthvað örugglega eina frag sem ég man eftir sem var eitthvað ógeðslegt.

Hvernig lýst þér á SpiKe*?
Heyrðu, SpiKe* er einn af mínum bestu vinum svo hann er bara yndislegur gaur, góður strákur.

Segðu mér, lestu bækur?
Já les Póker bækur og svona.

Hver eru þín helstu áhugamál?
Póker og uhm.. Póker.

Fæddistu svona góður í CS eða æfðiru þig?
Nei ég var einu sinni mjög lélegur í CS en alltaf verið í góðu clani, ég var eigilega bara fyrir 2 árum keppnisfær í þessum leik.

Hvað finnst þér um að vernda íslenska tungu?
Mjög svo. Ég er stoltur Íslendingur.

Hver er uppáhalds staður þinn á Íslandi?
Akureyri

Fylgistu með Íþróttum?
Já, fótbolta.

Hver er hápunktur CS ferils þíns?
Þegar við lentum í 4 sæti á WSVG

Hvað gerðuð þið kvöldið eftir að þið lentuð í 4?
Eftir mótið fórum við á Tapas bar í london og drukkum okkur fulla enda búnir á því og fórum svo heim daginn eftir.

Hvernig leið ykkur að vera stolt íslenska CS samfélagssins?
Bara vel þetta var bara vinnunar virði, en hefðum samt mátt vinna SK.

hvað borðaru í morgunmat?
Ef ég borða morgunmat þá borða ég nonnabita.

Hvaða erlendra CS spilara lýturu mest upp til?
Ég lýt nú eigilega ekki upp til neins uppá skills en þeir sem eru skemmtilegastir eru Element storm & junglebobo.

Hvaða CS spilari var með mestan Móral á WSVG?
mtv silver

Myndiru vilja upplifa WSVG aftur?
Já langskemmtilegasta sem ég hef gert

Hver er ljótasti CS spilari landssins að þínu mati?
Calculon örugglega.

Afhverju ákvuðui að gera Seven að vinaclani og leyfa svona 20 gaurum að joina?
Afþví við vorum alltaf með partý hjá Bigga og alltaf sama fólkið að mæta og þessi vinahópur fékk bara að joina seven.

Last þú okkar fyrra viðtal við aNdrz?


Hvernig leist þú á það?

Mér fannst það fínt.. svona öðruvísi.

Hvað er þitt uppáhalds scrim map?
Train

Eitt að lokum, hver er efnilegasti CS spilari Íslands?
aNdrz

Ég og Markús viljum þakka roMim fyrir viðtalið, hann er með skemmtilegri CS spilörum sem ég hef verið með á vent og ekki með neitt diss þó við séum litlir smápjakkar (: hann er ekki með neina stjörnustæla bara down to earth gaur.

Bætt við 23. apríl 2008 - 22:38
Ef þið viljið komast í viðtal sendið mér bara pm hér á huga.