sælir hugarar. nú hef ég verið í nokkur ár frá tölvuleikjum, sem er nú varla frásögufært nema það að konan er að fara í vinnuferð til útlanda í lok mánaðarinns og ég var að pæla að kveikja á tölvunni minni sem er búin að vera í dvala í langan tíma og sökkva mér í góðan leik.

Svo spurningin er, hvaða leikur er kjörin til að sökkva sér ofan í.

ég hef alltaf verið stór aðdáandi half life leikjanna.

það hafa komið svo margir leikir út síðan ég spilaði síðast að ég veit ekki hvar á að byrja að skoða

með von um björgunn, illi
Lífið er dýrt