Ég er með 8600 GTS og 400W aflgjafa sem ég tel að gæti tengst þessu vandamáli. En þetta er þannig að þegar ég er búinn að vera í cs í kanski 40 min þá crashar tölvan, soundið sem var í gangi replayast á fullu og líka er eins og að síðustu 0.3 sek replayist á fullu.

Í svona fimmta hvert skipti kemur blár skjár og þar stendur DRIVER_NOT_LESS_OR_EQUAL en málið er að ég er búinn að prófa marga drivera. Driverinn sem fylgdi með kortinu, nýjasta driverinn og marga þar á milli. En tölvan virðist crasha áfram. Og þegar ég er búinn að crasha einu sinni og fer kanski í leikinn aftur er líklegt að hún crashi aftur eftir 10min.

Ég veit ekki alveg hve orsökin eru en hef getið mér til um að þetta sé annaðhvort að skjákortið sé að hitna eitthvað eða að þetta sé eitthvað tengt því að skjákortið sé ekki að fá nógu mikið rafmagn.