Heil og sæl Cs:Source kóngar og drottningar

Ég hef tekið mér hálfs árs frí og hef síðustu daga verið að setja mig í gírinn og setja allt saman upp hjá mér aftur :)

Ég hef samt sem áður fylgst vel með css menningunni hér á /hl og á irc og er hún ekki upp á sitt besta hvað varðar active clön ofl.

Annars sé ég að public serverarnir eru alltaf vel fullir og greinilegt nóg er að active spilurum.

Hvað þarf að gera til að css menningin verði meiri active og að clön verði til og scrimmað verður meira?

Jú, það þarf að halda online mót, sem greinilega hefur verið ábótavant. Ég hafði ekkki hugsað mér að fara í slíkan pakka á næstunni, þó veit ég að css onlinemót er væntanlegt eftir ca. 1-2 mánuði.

Það er enn of mikið af spilurum á public sem notast við hið fræga Msn-leiðina og þekkja ekki irc. Þar komum við inní, þ.e.a.s. allir þeir sem notast við ircið sem tengist css, að láta vita á public að ef menn vilja scrimma og stofna clan, kynnast spilurum osfr., þá er ircið mun betri vettvangur en nokkurn tímann Msn.

Hvað er hægt að gera meira?