var svona að velta huganum yfir því af hverju simnet admins væru ekki búnir að henda nýjum möppum inná simnet servers.

möp eins og tuscan, forge og russka eru notuð mikið úti í Kanalandi í keppnum og eru mjög fín möp imo.

Allavegana af því sem ég les og það sem ég spilaði í sumar þá finnst mér samfélagið svakalega veikt eitthvað, sem er skömm.

Svo að bæta svona möppum inní cycle og jafnvel online keppnir mundi bara fá meiri fjölbreytni og kannski halda mönnum aðeins lengur útaf þetta er jú challenge að ná góðum strötts í nýjum maps…

Þessi möp eru svo sem ekki erfið, tuscan er bara mill með annari grafík og einstaka fídus sem er breyttur, í raun bara fleiri staðir sem hægt að fikta stratt í kringum, russka er rosalega flott map, og forge hef ég ekki prófað en ætla að það sé vel hannað fyrst það er notað í keppnum eins og CEVO…

Hvað finnst mönnum um þetta? Reyndar gæti fyrirstaðan verið þessi sem var fyrst með strike, menn virtust of svalir til að læra á það og man ég að fá scrim í strike var hell hérna fyrst..

Well kannski þetta skapi einhverja umræðu.