Fyrir tæpum tveimur árum keypti ég mér half-life 2 collector's edition og spilaði hann grimmt, svo þegar ég var hættur að spila hann lánaði ég kunningja mínum steam-accountinn minn. Það endaði svo illa að hann var að haxxa á íslenskum cs serverum og var bannaður og breytti þar að auki lykilorðinu á accountinn…. nú man hann ekkert hvert lykilorðið var svo ég þarf að búa til nýjan account… en málið flækist aðeins því ég get ekki notað serial kóðann sem ég keypti mjög svo löglega og til þess að mega nota hann þarf ég að senda valve skýrslu og tíu dali. Þess vegna var ég að spá hvort þið vissuð um einhverja key-generatora eða síður með áreiðanlegum serial kóðum. Leit mín hingað til hefur ekki borið neinn árangur.

Mér finnst auðvitað réttlætanlegt að nota ólöglegan serial-kóða ef maður er hvort eð er búinn að kaupa réttinn til að spila leikinn, er það ekki?

Fakken óþolandi svo þursar sem maður heldur að maður geti treyst en reynast svo vera algjörir móðurserðar.