Þannig er mál með vexti að ég var að reinstalla hjá mér Steam og CS 1.6.
Hef ekki spilað hann í nýju tölvunni minni, sem er Vista, heldur bara XP. Það gekk vel að installa honum og Steam virkar alveg eins og það á að gera. En alltaf þegar ég fer í Servers og connect einhvern server kemur eftirfarandi upp:

Preparing to launc Counter-Strike…..


*Half-Life Launcher has stopped working*

Eftir það kemur *A problem caused the program to stop working correctly. Windows will shut down the program blablabla*

Ég hef leitað eins og andskotinn á Google, Steam forum og öðru þvílíku en í þau fáu skipti sem ég hef séð einhvern með þetta vandamál, er bent þeim á eitthvað sem lagar allt annað vandamál.

Veit einhver hvað um er að vera, og getur þá helst lagt eitthvað annað fram heldur an ábendingar um hvað Vista er ömurlegt?
When life hands you a lemon, squirt it in somebody's eye and run like hell.