http://www.dv.is/skrafadogskrifad/lesa/3046

Litlu munaði að ungur íslenskur hrekkjalómur, sem kynnti sig sem Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, næði símasambandi við George Bush Bandaríkjaforseta á laugardaginn. Á síðustu stundu uppgötvaði bandaríska leyniþjónstan að um símahrekk var að ræða. Kvartað hefur verið til lögregluyfirvalda hér á landi vegna málsins.

Sá sem hringdi er 16 ára. Bróðir hans, 22 ára, segir frá málinu á bloggsíðu sinni:

Frásögn hans fer hér á eftir:

„Fyrir löngu síðan áskotnaðist bróður mínum leynilegt númer Hvíta Hússins, þar sem George Bush á heima. Númerið gekk manna á milli á netinu en fólk á víst ekki að vita um það.

Á laugardagskvöldið hringdi Vífill svo í þetta númer og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og vildi fá að tala við George Bush. Hann var spurður spjörunum úr en tókst að svara öllum spurningunum um Ólaf Ragnar með hjálp Wikipedia. Þá fékk hann, eftir að hafa verið sendur manna á milli gegnum skiptiborð, samband við ritara George Bush sem ákvað símatíma handa honum. Bush sjálfur átti semsagt að hringja í Vífil í kvöld.

En því miður fattaði CIA að þetta var gabb, og þeir hringdu alveg brjálaðir í lögguna á Íslandi. Löggan kom svo heim í gær til að tala við Vífil. Það er víst vandamál að þetta leynisímanúmer Hvíta hússins komst í umferð og CIA vill vita hvernig það gerðist. Af ótta við að verða handtekinn ætla ég ekki að birta númerið hér.
Það hefði hins vegar verið helvíti fyndið hefði Vífill fengið að tala við Bush sjálfan. Hann ætlaði víst að bjóða honum í heimsókn til Íslands.

Enn fyndnara er að honum gæti mögulega verið bannað að koma til Bandaríkjanna út af þessu. Það væri gaman að sjá hann fimmtugan á flugvelli í Bandaríkjunum öskrandi “I have the right to make a phonecall!” þegar menn leiða hann burt í járnum fyrir að hafa reynt að komast inn í landið…enda gerði hann símaat 16 ára gamall og á þá að sjálfsögðu ekkert erindi til Bandaríkjanna!“


http://www.dv.is/frettir/lesa/3060

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1307455


fylgist með jamaica vifli á mrgn í öllum blöðum og síðan er útvarpsviðtal á eftir ;} viljum benda á að jamaica steroz og jamaica sammz voru með í þessu máli og þetta var gert heima hjá samma!

LIFI JAMAICA eða ?

Bætt við 7. desember 2007 - 01:29
rúv gaurinn = vífill atlason

stod2 gaurinn = ingvar þórisson










sammi er með vörtu á typpinu