Mér finnst Half Life ekkert mjög skemmtilegur í Single Player en nokkuð góður í multiplayer. Ég var að fá ADSL tengingu og fannst það nú kjörið tækifæri að spila Half Life á netinu (Counterstrike þá). En er það þess virði að kaupa Half Life generations og counterstrike saman í pakka í dag? Er þetta ekki að verða úrelt? Hvaða leikur er að taka við í dag? Er það Return to Castle Wolfenstein? Ætti ég frekar að eyða peningunum í hann frekar enn Half Life..?? Þá er ég að miða við multiplayer en ekki Single Player. Auk þess eru single player missionin líklega betri í RTCW en í Half Life…..! Hvað haldið þið?