Jæja counter-strike spilarar,


Deildin hefur ákveðið að skríða upp í samfélagið aftur og hefja sína “skildu” aftur.

Eftir að ég varð in-acitve hef ég samt fylgst svolítið með þessu samfélagi “okkar” og hef tekið eftir onlinemótum sem eru ekki alveg að ganga og sum sem hætta strax.
Og þar sem þessi leikur er yndislegur og allt sem tengist því langar mig að reyna lífga uppá samfélagið aftur.
Það sem ég ættla að gera er að sjá hvernig stemningin verður fyrir einu online móti sem Deildin heldur sem verða með verðlaunim, ekki í verri kanntinum, en það verða verðlaun, og það er þá ekki bara skrifað.

En þetta gengur þannig fyrir sig að það verða x margir riðlar, fer eftir hvernig skráningin gengur.
Allir spila á móti öllum, kannski það væri gaman að hafa umferðirnar 2x? allir spila 2x á móti öllum? (tjáið ykkur).
En eftir það komast x mörg lið uppúr riðli og keppa í Brackets. Allir byrja í Winners-Brackest, en detta svo niður í Lovers-Brackets. Svo verður úrslitaleikurinn Winners-Brackets vs. Lovers-Brackets, og 1 eða 2 möpp verða spiluð, Lovers-B. þurfað vinna 2 möpp en Winners-B. bara eitt. Eins og þetta var alltaf.

Ég vill ekki fá lið í mótið sem eru ekki að standa sig og hætta í miðju móti. Þá fá þeir spilarar bann í 4 næstu mótum sem ég held (ef ég held fleiri).

Það fer vonandi að koma heimasíða upp sem þið munuð geta lesið meira um mótið (ef það er eitthvað meira).

Ég hef ákveðið að byrja skráninguna bara núna!
__________________________

Skráningin fer þannig framm að þið hafið samband við mig á mIRC á #Deildin eða bara hvar sem er, samt í private message, undir nafninu gudni.
Það sem þið þurfið að hafa á hreinu er:
- Nafn á liði (Must)
- Ircrás (Must)
- Heimasíða
- Nafn á minnst 5 leikmönnum og SteamID hjá þeim öllum (Must)
Ef þú ert ekki tilbúinn með SteamID hjá 5 leikmönnum þá geturðu gleimt því að reyna skrá liðið þitt til leiks.
Eftir skráningu geturðu skráð og afskráð leikmenn, frekari upplýsingar um þetta koma síðar á heimasíðu Deildarinnar. Semsagt með skráningu og afskráningu þegar mótið er hafið.
__________________________

Það sem mér finnst alveg möst við svona mót er að hafa HLTV. Það hefur alltaf verið á öllum mótum sem ég hef haldið, eða flestum. Ég ættla ekki að breyta um stíl og þessvegna verða HLTV alltaf í öllum leikjum frá HLTV.org, sem verður “speckanlegt”.

En ég hef ekki mikið meira að segja, ef það eru eitthverjar spurningar getið þið bara haft samband við mig á mIRC eða hér á huga.


Kv. Guðni ‘diMians’ #DEILDIN