Í byrjun sumars ákvað ég að setja upp scrim server fyrir sjálfan mig því að ég hafði þess kost að setja upp server á góðri tengingu.

Eftir að menn höfðu spilað á servernum fannst þeim hann mjög góður þannig að ég ákvað að setja upp annan server og leyfa öllum að spila á þeim. Til að komast inn á serverana var pw war1 og war2 og rcon_pw var það saman, war1 og war2.

En það hefur borið á því að þeir voru niðri og var ég ekkert sérstaklega að spá neitt í því. Ég bjóst bara við að þeir gætu farið niður öðru hvoru út af einhverju. En nú hefur borið á því að þeir voru að fara niður ansi oft og fór ég þá að skoða hvað væri málið.

Þá sá ég það að menn eru að leika sér að slökkva á servernum sem ég skil ekki alveg til hvers. Ég er að setja þá upp til að menn geti notað serverina til að scrimma á og svo þakka þeir fyrir sig og slökkva á þeim þegar þeir eru hættir svo að aðrir geti ekki notað þá.

Þess vegna hef ég ákveðið að læsa báðum serverunum þannig að þið getið ekki notað þá. Þið getið þakkað SuperMuffin og Deathtool fyrir.