Þá er komið að úrslitunum í þessu skemmtilega onlinemóti. Mótið hefur gengið eins og í sögu þrátt fyrir væl sumra liðanna, nefni engin nöfn, ru.

Hörkuspennandi undanúrslitaleikur hjá ru og celph endaði 16-14 fyrir celph eftir að ru dripz datt út í stöðunni 12-12.

Núna verður spennandi að sjá hvernig þetta endar, celphtitled þurfa að vinna rws tvisvar sinnum til að tryggja sér sigur en rws þarf aðeins að vinna á móti celph einu sinni vegna þess að þeir hafa unnið þá áður í mótinu og vegna þess að þeir koma úr winnersbracket en celph koma úr losersbracket.

Efstu 12 lið mótsins eru þessi:

9-12 sæti : void, versatility, noVa & oo
7-8 sæti : overdoze & ax
5-6 sæti : cuc & 88
4 sæti : sharpWires
3 sæti : ru
2 sæti : rws/celph
1 sæti : rws/celph

Það verður annað onlinemót, skráning og allt það verður tilkynnt í þessari viku, um helgina eða fyrstu dagana í næstu viku og mun það hefjast 2.vikuna í september eða í kringum hana.

CELPH - RWS mun vera spilaður á næstunni, liðin eiga að koma sér saman um spilatíma vegna þess að hér er ekkert forfeit dót, það verður að spila þennan leik og það er engin sérstök dagsetning, bara reyna að hafa hann í vikunni.